• 00:25:43Heimir Björn umsjónarmaður Hólavallagarðs
  • 01:00:55Hörður Magnússon um EM kvenna og Diogo Jota

Sumarmorgunn

Göngutúr um Hólavallagarð og Höddi Magg um Diogo Jota

Heimir Björn Janusarson er umsjónarmaður Hólavallagarðs sem vonandi fleiri landsmenn þekkja en eingöngu íbúar Vesturbæjar Reykjavíkur en garðurinn er ekki bara stærsti íslenski kirkjugarðurinn frá 19. öld heldur dvelur þar rík menningar- og gróðursaga fyrir utan fólkið sem þar hvílir. Heimir mun leiða sögugöngur um garðinn í sumar og hann segir okkur aðeins hvers göngugestir mega vænta í göngunni um garðinn.

Á seinni tímanum fengum við hann Hörð Magnússon íþróttafréttamann í heimsókn en fram undan var leikdagur hjá stelpunum okkar, þar sem þær mæta þeim norsku í sínum síðasta leik á EM kvenna í knattspyrnu. Þetta var engin óskastund þetta mót hjá okkur og veltum okkur því ekki upp úr neinum vonbrigðum og horfðum örlítið fram á við. Loks ræddum við Hörður um viðbrögð fótboltasamfélagsins við fráfall leikmannsins portúgalska, Diogo Jota, sem lést sviplega ásamt bróður sínum í bílslysi á Spáni. Það mætti segja samfélagið hafi lamast við þessi tíðindi.

Tónlistin var í takt við góða fimmtudagsstemningu:

KK & BJÖRK - Ó Borg Mín Borg.

Chappell Roan - Pink Pony Club.

Laufey - Lover Girl.

GDRN - Þú sagðir.

Police, The - Can't stand losing you.

KLASSART - Gamli Grafreiturinn.

Of Monsters and Men - Television Love.

Fontaines D.C. - In The Modern World.

GRAFÍK - Ég Get Það.

Boo Radleys - Wake Up Boo!.

TALKING HEADS - This must be the place - Naive melody.

SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Gott vera til.

TRAVIS - Killer Queen.

THE BYRDS - Turn! Turn! Turn!.

Frumflutt

10. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmorgunn

Sumarmorgunn

Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.

Þættir

,