Það er Sumarmorgunn sem heilsaði hlustendum á mánuudagsmorgni. Mánudagar eru ávallt gleðilegir; ný vika, ný tækifæri og ævintýri sem við tökum í fangið.
Við ætlum að ferðast um í huganum næstu dagana í Sumarmorgnum, flakka um allt landið í raun og veru og fræðast um gnægtarborð hvers landshluta þegar kemur að gullmolum í náttúrunni, viðburðum og öðru sem við viljum ekki missa af á ferð okkar um landið. Við fáum hraðsoðinn matseðil úr hverjum landshluta næstu misserin hér í Sumarmorgnum og í dag er matseðillinn frá Norðurlandi. Það var Baldvin Esra Einarsson sem var staddur á Akureyri og fræddi okkur um alls konar lystisemdir úr Eyjafirði og nágrenni.
Og við héldum okkur í Eyjafirðinum ögn meir því í seinni hlutar þáttar, skelltum við okkur til Hjalteyrar. Þar verður slegið til veislu næsta laugardag þegar Kveldúlfur, tónlistarhátíð á Hjalteyri, verður haldin í fyrsta skipti. Kveldúlfur er lítil og krúttleg tónlistarhátíð, nefnd eftir síldarverksmiðjunni á staðnum sem kemur til með að umlykja tónleikasvæðið. Þar munu koma fram Júníus Meyvant, Kött Grá Pje, Skúli Mennski, Lúpína og Katla Vigdís. Hún Sara Bjarnason var á línunni en hún er einn hátíðarhaldara.
Svo var það mánudagstónlistin, sérhönnuð til að ræsa okkur öll inn í vikuna:
REGÍNA ÓSK - Allt Í Himnalagi.
MUGISON - Stóra stóra ást.
RINGO STARR & HIS ALL STARR BAND - With A Little Help From My Friends (Live).
Beyoncé - Bodyguard.
DIRTY PROJECTORS - Swing Lo Magellan.
PRINSPÓLÓ - Skærlitað gúmmulaði.
OASIS - Go Let It Out.
OF MONSTERS & MEN OG SNORRI HELGASON - Öll þessi ást (Hljómskálinn).
MITSKI - Stay Soft.
Birnir, GDRN - Sýna mér (ft. GDRN).
AMY WINEHOUSE - Love is a losing game.
Ágúst Elí Ásgeirsson - Megakjut.
CELEBS - Rökkrið Rænir Æðruleysi.
Fonetik Simbol, Kött Grá Pjé - Dauði með köflum.
Clinic - The second line.
ÍRAFÁR - Allt Sem Ég Sé.