Sumarmorgunn heilsaði á miðvikudagsmorgni og kominn 2. júlí. Kristján Freyr vaknar með hlustendum upp úr kl. 07 í Sumarmorgnum á Rás 2 í sumar og inn á milli býður hann þeim Veru Illugadóttur og Helga Seljan til sín í Morgungluggann á samtengdum rásum á milli 8-9. Að glugganum loknum heldur Sumarmorgunn áfram til kl. 10 þegar Doddi litli kemur með Morgunverkin sín. Þetta var fróðlegur, áhugaverður og bara notalegur bragur þennan morguninn.
Það er fyrsti leikdagur á EM, Ísland leikur sinn fyrsta leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta þar sem stelpurnar okkar mæta Finnlandi og leikurinn hefst klukkan 16:00. Leikurinn er fyrsti leikur mótsins í Sviss, sem stendur yfir 2. til 27. júlí. Edda Sif og Einar Örn eru svo úti í Thun í Sviss og færa okkur leikina í brakandi hágæðum, uppúr klukkan níu heyrðum við í Einari og fengum að vita hvernig hann haldi að þær væru stemmdar, stelpurnar okkar.
Undir lok þáttar fengum við afar fallegan vinahóp í heimsókn. Vinir Fróða Finnssonar fögnuðu stórafmæli hans á dögunum en Fróði hefði orðið fimmtugur hefði hann fengið að vera með okkur lengur en hann lést langt fyrir aldur fram, aðeins 19 ára gamall árið 1994. Þau Smári Jósepsson, Smári tarfur og Elísa Newman stóðu að útgáfu lags í tilefni afmælis Fróða ásamt fleirum vinum - en þau tvö sögðu okkur frá tilurð lagsins en bak við það er áhugaverð og falleg saga.
Annars var farið rólega af stað þennan sumarmorguninn, með kaffi og ljúfum tónum, s.s. eins og þessum:
PÁLMI GUNNARSSON - Hvers vegna varst'ekki kyrr?.
THE BEATLES - Get Back.
Ezekiel Carl - Líður svo vel.
LOU REED - Walk On The Wild Side.
KUSK - Sommar.
DRAUMFARIR - Ást við fyrstu seen (ft. Króli).
Talking Heads - And she was.
STEREOPHONICS - Have A Nice Day.
Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.
Royel Otis - Moody.
JONI MITCHELL - Chelsea Morning.
Fonetik Simbol, Benni Hemm Hemm, Kött Grá Pjé - Hvít ský.
Ásdís - Pick Up.
HIPSUMHAPS - Á hnjánum.
Elíza Newman, Playharmakill - Stórstreymi.
Lón - Hours.
BILLIE EILISH - Lunch.
Rebekka Blöndal - Kveðja.