Fallegur sumarmorgunn mætti okkur þennan þriðjudag og fékk Kristján Freyr góða gesti til sín. Markús Þórhallsson næturfréttamaður á fréttastofu Rúv var um það bil að ljúka sinni vakt þegar hann er gripinn af göngunum og sagði hann okkur frá sínum næturvöktum ásamt helstu tíðindum næturinnar. Gott betur þá var hann á leiðinni í sumarfrí svo það var gráupplagt að tefja hann örlítið á leiðinni út úr húsi.
Eftir klukkan níu fæ kom svo reyndar annar gestur af fréttastofunni en það var hún Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sem var í þann mund að undirbúa sig fyrir síðasta Tíufréttatíma í sjónvarpi sem verður í beinni útsendingu í kvöld. Það eru vissulega stór tímamót og spurning hvernig okkur áhngendum Tíufréttanna gengur að fara inn í sumarið án þessarar stundar með Jóhönnu Vigdísi og kollegum hennar af fréttastofu.
Svo var það þriðjudagstónlistin:
MAUS - Kerfisbundin Þrá.
Bríet - Takk fyrir allt.
AMY WINEHOUSE - Our Day Will Come.
DONOVAN - Sunshine Superman.
Smithereens - In A Lonely Place.
Kaleo - Bloodline.
Curtis Mayfield - Move on Up.
SPILVERK ÞJÓÐANNA - Nei Sko.
THE DOORS - Love Street.
RÚNAR JÚLÍUSSON OG UNUN - Hann Mun Aldrei Gleym'enni.
Atomic Swing - Smile.
Wilder, M., MATTHEW WILDER - Break My Stride (80).
Laufey - Lover Girl.
SVÁFNIR SIG - Líttu aftur.
Bubbi Morthens - Dansaðu.
PREFAB SPROUT - Appetite.