Gríðarstór ferðahelgi er nú að baki, fólk flakkaði um landið til þess að sækja stóra viðburði og ekki er nú næsta helgi minni í sniðum, verslunarmannahelgin sjálf. Við hituðum upp fyrir helgina og buðum upp á landshornaflakk en við höfum verið á fartinu síðustu vikur og fengið skemmtilega og fræðandi yfirreið yfir hin og þessi svæð’i landsins upp á síðkastið. Rannveig Garðarsdóttir er öllum hnútum kunnug á Suðurnesjunum og við ætlum í hringferð með henni um Reykjanesskagann.
Og við héldum okkur á þjóðveginum á seinni klukkutímanum því hún Una Torfadóttir hefur ásamt kærasta sínum honum Hafsteini Þráinssyni þeyst um allar koppagrundir í sumar og haldið tónleika í bröggum, beitiskúrum og kirkjum. Tónleikaferðin ber yfirskriftina Þurfum ekki neitt eins og sumarsmellur þeirra skötuhjúa, við slógum á þráðinn til Unu sem var stödd í Borgarfirði.
Mánudagur til metsölupopps eins og oft er sagt ...
FLOWERS - Glugginn
UNA TORFA, CEASETONE - Þurfum ekki neitt
BIRGITTA HAUKDAL - Örmagna
COLDPLAY - Talk
LÓNLÍ BLÚ BOJS - Mér líður svo vel
RÚNAR JÚLÍUSSON & JÓHANN HELGASON - Keflavíkurnætur
REDBONE - Come And Get Your Love
GEIRFUGLARNIR - Neyðarrúmba
SÚ ELLEN - Kona
MEGAS & SENUÞJÓFARNIR - Lengi skal manninn reyna
ELVAR - Miklu betri einn
HOLY HRAFN - Bíddu, bíddu, bíddu
CEASETONE - Only Getting Started
ÁGÚST - Á leiðinni
CALVIN HARRIS - Feels
PÁLL ÓSKAR, BENNI HEMM HEMM - Valentínus