Eins og venjulega þá býður Sumarmorgunn á Rás 2 upp á léttleikandi tóna til að koma okkur inn í daginn ásamt léttu daðri við dægurþras dagsins og þar kenndi ýmissa grasa.
Landslið Íslands í hestaíþróttum var kynnt í dag kl 15:00, það ríkir mikil eftirvænting hjá unnendum hestaíþrótta sem eru fjölmargir hér á landi sem og áhangendum íslenska hestsins. Við fengum þjálfara landsliðsins til okkar og gáfu þau innsýn inn í hvað þarf að hafa í huga þegar landsliðið er valið. Þetta voru þau Sigurbjörn Bárðarson, sem er auðvitað þekktasti og reyndasti hestamaður Íslands, sem velur og stýrir liði fullorðinna og svo er það Hekla Katharina Kristinsdóttir, tamningamaður og reiðkennari sem velur og stýrir U21 landsliðinu.
Svo héldum við áfram flakki okkar um landið og kynnumst matseðlinum innan gæsalappa í hverjum landshluta. Við ferðumst þá um í huganum og fræðumst um gnægtarborð hvers landshluta þegar kemur að gullmolum í náttúrunni, viðburðum, matarmenningu og öllu öðru sem við viljum ekki missa af á ferð okkar um landið. Við fengum snöggsoðinn og mjög spennandi matseðil frá Akureyri og norðurlandi eystra síðasta mánudag hjá honum Baldvini Esra og núna í dag heyrðum við í Þorbjörgu Sandholt, eða Obbu, sem stödd var fyrir austan - á Djúpavogi.
Rétt eins og viðmælendur dagsins þá var tónlistin hreint ekki leiðinleg:
BRIMKLÓ - Eitt Lag Enn.
DOOBIE BROTHERS - What A Fool Believes.
Brookmeyer, Bob, Schifrin, Lalo - Samba para dos.
Birnir, GDRN - Sýna mér (ft. GDRN).
HJALTALÍN - We Will Live For Ages.
SIGRÚN STELLA - Sideways.
PRINS PÓLÓ - TippTopp.
YAZOO - Only You.