Rokkland

Mannakorn - í Gegnum tíðina (1977)

Í þessu síðasta Rokklandi ársins ætlum við endurflytja þátt frá árinu 2019 þar sem gestirnir eru þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson, Mannakorn, í tilefni af því Magnús hlaut á dögunum fyrstur manna, þakkarorðu íslenskrar tónlistar.

Magnús hlaut viðurkenninguna á degi íslenskrar tónlistar (1. desember sl) á tónleikum sem voru haldnir honum til heiðurs og voru sýndir í Sjónvarpinu núna um jólin.

Plötur Mannakorna eru níu talsins og síðasta kom út fyrir áratug og heitir Í núinu. En 1977 kom önnur plata Mannakorna út, platan Í gegnum tíðina sem hefur geyma perlur eins og Garún, Sölvi Helgason, Braggablús, Göngum yfir brúna og Gamli góði vinur. Þeir Mannakorns foringjar Magnús og Pálmi komu í heimsókn í Rokkland árið 2019 til hlusta með okkur á alla plötuna og segja okkur frá og við endurtökum þennan þatt í dag.

Frumflutt

29. des. 2024

Aðgengilegt til

29. des. 2025
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,