Rokkland

Iceland Airwaves 2024

Iceland Airwaves fór fram um síðustu helgi og Rokkland var á svæðinu eins og undanfarin 24 ár.

Þeir Þorsteinn Stephensen sem var framkvæmdatsjóri Airwaves fyrstu árin og Baldur Stefánsson sem var í Gus Gus á þeim tíma sögðu okkur frá upphafinu í síðasta þætti og þið getið fundið það á ruv.is eða í RÚV spilaranum.

En í Rokklandi dagsins heyrum við í ýmsu fólki sem Rokkland rakst á - á Airwaves; Kevin Cole frá KEXP, útvarpsmenn frá ríkisútvarpsstöðvum í Frakklandi og Eistlandi t.d. Fríða Dís kemur við sögu, Pétur Ben og gítarmaðurinn Reynir Snær sem spilaði með ýmsum á Airwaves í ár.

Og svo eru það Þórhildur og Stefán sem eru í Facebook-grúppu sem heitir ömmur og afar á Airwaves. Þau halda árlega partí á laugardeginum á Airwaves bjóða hópi af vinum sínum í mat áður en það er lagt í´ann út í kvöldið.

Við heyrum brot af tónleikum hátíðarinnar með fólki eins og Elínu Hall, Kælunni Miklu, Úlfur Úlfur, INspector Spacetime ofl.

Frumflutt

17. nóv. 2024

Aðgengilegt til

19. nóv. 2025
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,