12:40
Helgarútgáfan
Heilnæm meðmælasúpa Hannesar og Tinnu, Karitas Harpa á línunni og taktföst tónlist.
Helgarútgáfan

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.

Helgarútgáfan heilsaði hoppandi af kæti þennan ágæta laugardag. Haustið hefur heilsað okkur með mildum hætti og gott haust getur verið svo fallegt. Við tókum púlsinn saman á þjóðinni og heyrðum af því helsta sem um er að vera í menningunni og mannlífinu eins og venja er í Helgarútgáfunni.

Meðmælasúpan góða var á sínum stað, þá komu góðir gesti í létt laugardagsspjall og eru þeir iðulega með fulla vasa af góðum meðmælum yfir hvers konar afþreyingu og gúrmelaði sem hlustendur gætu nýtt inn í helgina eða haustið. Og viðmælendur eða meðmælendur að þessu sinni vou þau Tinna Brá Baldvinsdóttir verslunarkona úr Hrím og Hannes Friðbjarnarson framleiðandi hjá Republik sem mæltu með haustsúpum, bíói, leikhúsi og fleiru góðgæti.

Á þeysireið var hlaupið yfir helstu viðburði dagsins og stöldruðum við við á Litlu Listahátíðinni á Reyðarfirði en þar var Karitas Harpa á fullu að undirbúa viðburði dagsins þegar Helgarútgáfan heyrði í henni í síma.

Lagalistinn var löðrandi fínn og tóku hlustendur virkan þátt í valinu:

Frá kl. 12:45:

BUFF - Prinsessan mín

EMILIANA TORRINI - I

KISS - Rock'n Roll All Nite

WEEZER - In the garage

SALKA SÓL - Úr gulli gerð

OLGA GUÐRÚN - Ryksugulag

R.E.M. - Orange Crush

SNORRI HELGASON - Megi það svo vera

GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR - Í maí

LUFEY - Mr. Eclectic

BEYONCE - Crazy In Love FT JAY Z

AMY WINEHOUSE - Back To Black

Frá kl. 14:00:

TODMOBILE - Upp á þaki

CROSBY, STILLS, NASH & YOUNG - Our House

Nirvana - On a plain

BONG - Do You Remember

GILDRAN - Vorkvöld í Reykjavík

KARITAS HARPA - Horft til baka

FOO FIGHTERS - These Days

LOLA YOUNG - d£aler

PAUL YOUNG - Love Of The Common People

DOOBIE BROTHERS - What A Fool Believes

Frá kl: 15:00

Á MÓTI SÓL - Fyrstu laufin

MANIC STREET PREACHERS - If You Tolerate This Your Children Will Be Next

WHITE STRIPES - Seven Nation Army

ABBA - Does your mother know

CYNDI LAUPER - Girls Just Want To Have Fun

ROYEL OTIS - Moody

RIDE - Vapour Trail

THE POLICE - Every Little Thing She Does Is Magic

BRITNEY SPEARS - Toxic

DEEE-LITE - Groove is in the heart

DAVID BOWIE - Changes

ROBYN - Dancing On My Own

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 3 klst. 15 mín.
,