1. Stofnun og starfsemi Femínistafélag Íslands
Í þættinum segja Auður Alfífa Ketilsdóttir, Elísabet Ronaldsdóttir og Katrín Anna Guðmundsdóttir frá aðgerðum Femínistafélagsins og áhrifunum sem það hafði á þær sjálfar og samfélagið.
Kvennafrídagurinn 1975 var ein stærsta femíníska aðgerð sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Nú þegar 50 ár eru liðin frá því hann var haldinn ræðir Sóley Tómasdóttir við femíníska aktívista um það sem gerst hefur síðan þá. Sagt er frá aðferðum, áskorunum, sigrum og samfélagslegum áhrifum femínísks aktívisma á Íslandi undanfarna áratugi.
Ljósmyndir: Snorri Zóphóníasson/Kvennasögusafn