Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Ísland hefur keppni á Evrópumótinu í körfubolta í Póllandi á morgun. Fyrsti andstæðingur er Ísrael. Gagnrýnt er að; í fyrsta lagi Ísrael sé með á mótinu og í öðru lagi að Íslandi ætli að leika gegn liðinu. Jú, vegna linnulausra árása Ísraelhers á Gaza. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, ræddi málið.
Þórhildur Ólafsdóttir sagði okkur frá gulli í Úganda, en höfuðborgin Kampala hefur á undanförnum árum orðið ein helsta gullþvottastöð heimsins. Grunur leikur á að gulli sé smyglað frá nágrannalöndum þar sem stríð geisa.
Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra eru að móta með sér sameiginlega samskiptastefnu - hvað ætli felist í því? - og Skagfirðingar hafa áhyggjur af símasambandi þegar taka á 3g kerfið úr notkun. Einar E. Einarsson er í sveitarstjórninni í Skagafirði og ræddi við okkur.
Tónlist:
Elton John - Goodbye yellow brick road.
Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir - Blue skies.
Halli og Laddi - Upp undir Laugarásnum.



Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Séra Vigfús Bjarni Albertsson, forstöðumaður hjá Sálgæslu og Fjölskylduþjónusta kirkjunnar, hefur skrifað tvær bækur þar sem hann deilir bæði þekkingu og reynslu af glímu fólks við þjáninguna, sorgir og tilgang lífsins. Hann býður lesandanum með sér í ferðalag þar sem hann kynnir af einlægni eigin áskoranir og sjálfsskoðun í öldugangi lífsins. Vigfús Bjarni hefur unnið við sálgæslu árum saman bæði inni á sjúkrahúsum og í kirkjunni og við spjölluðum við hann um þessar bækur og starfið, í þættinum.
Ævisaga skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi, rituð af þeim Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur, verður gefin út hjá bókaforlaginu Tindi á næsta ári. Þá verða liðin áttatíu ár frá því að fyrsta bindi skáldsögunnar Dalalífs kom út, en hún er enn meðal mest lesnu bóka landsins. Þær Kristín Sigurrós forstöðumaður Héraðsbókasafns Skagfirðinga og svæðisleiðsögumaður og Marín Guðrún, forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands og langömmubarn Guðrúnar, hófu undirbúningsvinnu að bókinni í fyrrahaust og þrátt fyrir að hafa viðað að sér heilmiklu efni um margra ára skeið biðla þær til fólks sem kann að eiga eitthvað tengt Guðrúnu í fórum sínum að láta þær vita. Hvort sem það eru myndir, sögur eða sendibréf, þær vita til dæmis til þess að Guðrún átti sér pennavini. Þær sögðu okkur betur frá Guðrúnu og bókinni í þættinum í dag.
Og svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Sól í sól / Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir (Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir, texti Linda Guðmundsdóttir)
Í gömlum Skoda / Páll Torfi Önundarson og Ellen Kristjánsdóttir (Páll Torfi Önundarson, texti Arinbjörn Vilhjálmsson)
Konan með sjalið / Ylja (Ylja, texti Davíð Stefánsson)
Ást og yndi / Erla Stefánsdóttir og Latínudeildin (Ingvi Þór Kormáksson, texti Ingvi Þór og JJ Soul)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Utanríkisráðherra Danmerkur fordæmir tilraunir bandarískra útsendara til að reyna að hafa áhrif á samband Grænlendinga og Dana. Hann hefur kallað sendifulltrúa Bandaríkjanna á Grænlandi á sinn fund.
Formaður Kennarasambands Íslands vonar að launahækkun sem BHM og BSRB félagar fá um mánaðamótin nái einnig til KÍ. Málið sé í höndum ríkissáttasemjara og fari mögulega fyrir Félagsdóm.
Austfirðingar geta ekki gengið að því vísu að næstu jarðgöng verði á Austurlandi. Til greina kemur einnig að breyta forgangsröðun á jarðgöngum innan landshlutans. Þetta kom fram á fundi innviðaráðherra á Egilsstöðum í gær.
Mikil hækkun gatnagerðargjalda í Reykjavík 1. september á eftir að hækka íbúðaverð, letja húsbyggjendur eða draga úr gæðum, segir framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélags. Tuttuguföld hækkun á bílastæðum í kjöllurum eigi líka eftir að hafa áhrif.
Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út í morgun vegna ferðamanna sem keyrðu út í Markarfljót en björgunarsveitarmenn náðu fólkinu í land. Ár eru vatnsmiklar á hálendinu en rigningu á að slota með deginum.
Sveitarfélagið Norðurþing vill reisa gagnaver á Bakka við Húsavík. Minnst fimmtíu störf gætu skapast til frambúðar með starfseminni.
Kvikmyndin Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, í flokknum besta alþjóðlega kvikmyndin.
Söngvari bandarísku sveitarinnar Smashing Pumpkins ávarpaði áhorfendur á íslensku í troðfullri Laugardalshöll í gær. Hann var ánægður með kvöldið en lítt hrifinn af ferðaþjónustu á Íslandi.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson hefur skrifað grein um dómstól götunnar sem vakið hefur nokkra athygli.
Lúkasarmálið, KSÍ-málið, Atla Rafns-málið, mál Ingós veðurguðs, Klausturmálið, Sigurðar Inga-málið og fleiri og fleiri eru meðal annars viðfangsefni Róberts í greininni sem birtist í tímaritinu Skírni nú í vor. Í greininni fjallar hann um útilokunar- og slaufunarmenningu út frá sjónarhóli heimspekinnar og tekur mörg dæmi úr íslenskum samtíma en einnig erlendis frá.
Allt eru þetta mál sem fengu talsverða athygli í fréttum á liðnum árum og voru mikið rædd meðal fólks.
Hver er Róbert að fara í þessari grein og af hverju skrifaði hann hana? Rætt er við hann um málið.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-05-08
Leadbelly - Fort worth and Dallas blues.
Mikael Máni Ásmundsson - Innermost.
Sunna Gunnlaugsdóttir - Sound of summer.
Aldana, Melissa - I know you know.
Lester Young - Teddy Wilson Quartet - All of me.
Bley, Carla, Jeffers, Jack, Valente, Gary, Goodrick, Michael, Haden, Charlie, Freeman, Sharon, Pepper, Jim, Slagle, Steve, Cherry, Don, Mantler, Michael, Motian, Paul, Redman, Dewey - Too late.
Armstrong, Louis and his Orchestra - If we never meet again.
Samúel Jón Samúelsson Big Band - Afróbít (with Tony Allen).
Thor Wolf - Jam funk.
Bivens, Cliff, James, Elmore, Campbell, Dave, Wilkins, Joe, Williamson, Sonny Boy, O'Dell, Frock - Eyesight to the blind.
James, Elmore - Goodbye baby.
Í þættinum er flutt íslensk tónlist flutt af Karlakór Akureyrar, Hljómsveit Jan Morávek, Sigurði Ólafssyni, Karlakórnum Fóstbræðrum , Öddu Örnólfsdóttur og Ólafi Briem og Ragnari Bjarnasyni.
Sveinn Sæmundsson ræðir við Jón Guðmundsson frá Molastöðum í Fljótum, sem segir frá sjávarháska sem hann og skipsfélagar hans lentu í árið 1923 fyrir utan Hornbjarg.
Sigurjón Einarsson, skipstjóri á Garðari, botnvörpuskipi sem var stærst íslenskra skipa á fjórða áratugnum, segir frá björgun skipshafnar breska togarans Macleay, sem strandaði við utanverðan Mjóafjörð árið 1934.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Matthías Hemstock fór að tromma 9 ára gamall og hefur starfað við tónlistarflutning í fjóra áratugi. Hann fór fljótt að spá í áferð og segist ekki bara hafa áhuga á trommunum, heldur fyrst og fremst á hljóði. Verkefnavalið hefur endurspeglað þessa hugsun og spannar gífurlega vítt svið, allt frá rokki og poppi til klassískrar tónlistar, þó jazz- og spunatónlist hafi verið rauður þráður frá námsárunum við tónlistarskóla FÍH og í Berklee háskóla í Bandaríkjunum. Nú er Jazzhátíð í Reykjavík komin á fullt flug og Víðsjá flýgur með, þessi auðmjúki og fjölhæfi trommuleikari er gestur svipmyndar í dag.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Nýjasta kvikmynd leikstjórans, Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026. Kolbeinn Rastrick kvikmyndagagnrýnanadi, rýnir í myndina.
Er hver sinnar gæfu smiður? Við ræðum sjálfsrækt á samfélagsmiðlum við Sigvalda Sigurðarson, sem skrifaði meistararitgerð sína í félagssálfræði um skilaboð um sjálfsrækt á samfélagsmiðlum.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.
Í þessum þætti förum við upp á hálendið, en þar búa ekki margir krakkar. Það eru hins vegar margir sem ferðast þar, sérstaklega á sumrin því þá er hægt að keyra torfæra vegina sem eru flestir ófærir yfir vetrartímann. Hálendið er ekki bara frægt fyrir torfæra vegi, óveður og falleg fjöll heldur líka yfirnáttúrulegar verur og útilegumenn. Hvað eru útilegumenn, menn í útilegu? Sérfræðingar þáttarins eru systurnar Ásthildur og Ragnheiður en þær hafa ferðast mikið um hálendið, gist í skálum og farið í sólbað í mosabing lengst inni í hálendisbuskanum. Hlustið vel á þáttinn ef þið viljið vinna spurningakeppnina í lokin!

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hátíðartónleikar í tilefni af 60 ára afmæli stórsveitar danska ríkisútvarpsins, sem fram fóru í tónleikasal DR í Kaupmannahöfn 26. október 2024.
Stjórnandi: Miho Hasama
Gestir:
Djassdívan Cecile McLorin Salvant og píanistinn Sullivan Fortner. Saxófónleikarinn Marius Neset.
Söngvarinn Michael Mayo.

Sagan er eftir Guðmund Gíslason Hagalín og gerist á síðari hluta nítjándu aldar í sveit við hafið. Umhverfið er greinilega Vestfirðir, þar fæddist höfundurinn og ólst upp og sótti sér efnivið í mörg ritverk á löngum ferli. Sagan um Márus fjallar um bóndann á Valshamri og viðureign hans við nágranna sína og meistara Jón, en Vídalínspostilla var mikill áhrifavaldur í lífi þessa fólks. Márus hneigist til að beita sveitunga sína hörðu vegna ágirndar, en Guðný kona hans sefar yfirgang bónda síns með tilstyrk meistara Jóns. - Þetta er ein af seinni sögum Guðmundar Hagalíns, kom út 1967, hún er 17 lestrar en hljóðritunin er frá 1970.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Séra Vigfús Bjarni Albertsson, forstöðumaður hjá Sálgæslu og Fjölskylduþjónusta kirkjunnar, hefur skrifað tvær bækur þar sem hann deilir bæði þekkingu og reynslu af glímu fólks við þjáninguna, sorgir og tilgang lífsins. Hann býður lesandanum með sér í ferðalag þar sem hann kynnir af einlægni eigin áskoranir og sjálfsskoðun í öldugangi lífsins. Vigfús Bjarni hefur unnið við sálgæslu árum saman bæði inni á sjúkrahúsum og í kirkjunni og við spjölluðum við hann um þessar bækur og starfið, í þættinum.
Ævisaga skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi, rituð af þeim Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur, verður gefin út hjá bókaforlaginu Tindi á næsta ári. Þá verða liðin áttatíu ár frá því að fyrsta bindi skáldsögunnar Dalalífs kom út, en hún er enn meðal mest lesnu bóka landsins. Þær Kristín Sigurrós forstöðumaður Héraðsbókasafns Skagfirðinga og svæðisleiðsögumaður og Marín Guðrún, forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands og langömmubarn Guðrúnar, hófu undirbúningsvinnu að bókinni í fyrrahaust og þrátt fyrir að hafa viðað að sér heilmiklu efni um margra ára skeið biðla þær til fólks sem kann að eiga eitthvað tengt Guðrúnu í fórum sínum að láta þær vita. Hvort sem það eru myndir, sögur eða sendibréf, þær vita til dæmis til þess að Guðrún átti sér pennavini. Þær sögðu okkur betur frá Guðrúnu og bókinni í þættinum í dag.
Og svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Sól í sól / Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir (Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir, texti Linda Guðmundsdóttir)
Í gömlum Skoda / Páll Torfi Önundarson og Ellen Kristjánsdóttir (Páll Torfi Önundarson, texti Arinbjörn Vilhjálmsson)
Konan með sjalið / Ylja (Ylja, texti Davíð Stefánsson)
Ást og yndi / Erla Stefánsdóttir og Latínudeildin (Ingvi Þór Kormáksson, texti Ingvi Þór og JJ Soul)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Nýjasta kvikmynd leikstjórans, Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026. Kolbeinn Rastrick kvikmyndagagnrýnanadi, rýnir í myndina.
Er hver sinnar gæfu smiður? Við ræðum sjálfsrækt á samfélagsmiðlum við Sigvalda Sigurðarson, sem skrifaði meistararitgerð sína í félagssálfræði um skilaboð um sjálfsrækt á samfélagsmiðlum.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Steinþór Snær Þrastarson, skólastjóri í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, verður á línunni í upphafi þáttar þegar við ræðum snjallsímabann á skólatíma.
Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnarbíós lítur við í spjall ásamt leikkonunni Aldísi Ósk Davíðsdóttur.
Hvert hitametið á fætur öðru féll í vor og í sumar. Árið hefur einkennst af óvenjulegum hlýindum. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna, fer yfir helstu tíðindi á árinu hingað til.
Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við höldum áfram umræðu um vöruhækkanir og verðlag.
Helga Margrét Höskuldsdóttir verður á línunni frá Póllandi þar sem Evrópumeistaramótið í körfubolta hefst í dag.
Í gær var greint frá því að mannanafnanefnd hefði samþykkt nafnið Snjókaldur. Nefndin skoðaði hvort nafn leitt af lýsingarorði bryti í bága við íslenskt málkerfi en taldi svo ekki vera þó slíkt væri óalgengt. Jóhannes B. Sigtryggsson, rannsóknardósent sem situr í nefndinni, verður gestur okkar í lok þáttar.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Skemmtileg lög og enn skemmtilegri sögur í Morgunverkum dagsins.
Lagalisti dagsins
Bríet - Dýrð í dauðaþögn.
THE SMASHING PUMPKINS - Disarm.
Chappell Roan - The Subway.
DEPECHE MODE - Personal Jesus.
CMAT - EURO-COUNTRY.
THE TURTLES - Happy together.
Mars, Bruno, Lady Gaga - Die With A Smile.
BSÍ - Vesturbæjar beach.
MORRISSEY - Everyday Is Like Sunday.
RAVEN - Fortíðarþrá.
P.M. DAWN - Set adrift on memory bliss.
Vigdís Hafliðadóttir, Krullur - Elskar mig bara á kvöldin.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Urður Hákonardóttir, Benni Hemm Hemm - Valentínus.
BJÖRK - Army Of Me.
Friðrik Dór Jónsson, Moses Hightower - Bekkjarmót og jarðarfarir.
Goldfrapp, Alison - Hey Hi Hello (bonus track).
Royel Otis - Moody.
PEARL JAM - Even Flow.
Úlfur Úlfur Hljómsveit - Sumarið.
CHRISTOPHER CROSS - Sailing.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Þú trumpar ekki ástina.
DEAD KENNEDYS - I Fought The Law.
Blondie - Heart Of Glass.
Jóhann Egill Jóhannsson - Lífsmynd.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Aldrei Liðið Betur.
JUNE LODGE - Someone loves you honey (80).
HáRún - Sigli með.
Oyama hljómsveit - The Bookshop.
CHRISTINE AND THE QUEENS - Tilted.
WEEZER - My Name Is Jonas.
ÁRNÝ MARGRÉT - sniglar.
The Smiths - This Charming Man.
Ylja - Á rauðum sandi.
Sign - Hyldýpi.
Elín Hall - Manndráp af gáleysi.
BEASTIE BOYS - Ch-Check It Out.
SINEAD O'CONNOR - Thank You For Hearing Me.
Nick Cave - Into My Arms.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Skýið.
WHAM! - Everything She Wants.
Dean, Olivia, Fender, Sam - Rein Me In.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Utanríkisráðherra Danmerkur fordæmir tilraunir bandarískra útsendara til að reyna að hafa áhrif á samband Grænlendinga og Dana. Hann hefur kallað sendifulltrúa Bandaríkjanna á Grænlandi á sinn fund.
Formaður Kennarasambands Íslands vonar að launahækkun sem BHM og BSRB félagar fá um mánaðamótin nái einnig til KÍ. Málið sé í höndum ríkissáttasemjara og fari mögulega fyrir Félagsdóm.
Austfirðingar geta ekki gengið að því vísu að næstu jarðgöng verði á Austurlandi. Til greina kemur einnig að breyta forgangsröðun á jarðgöngum innan landshlutans. Þetta kom fram á fundi innviðaráðherra á Egilsstöðum í gær.
Mikil hækkun gatnagerðargjalda í Reykjavík 1. september á eftir að hækka íbúðaverð, letja húsbyggjendur eða draga úr gæðum, segir framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélags. Tuttuguföld hækkun á bílastæðum í kjöllurum eigi líka eftir að hafa áhrif.
Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út í morgun vegna ferðamanna sem keyrðu út í Markarfljót en björgunarsveitarmenn náðu fólkinu í land. Ár eru vatnsmiklar á hálendinu en rigningu á að slota með deginum.
Sveitarfélagið Norðurþing vill reisa gagnaver á Bakka við Húsavík. Minnst fimmtíu störf gætu skapast til frambúðar með starfseminni.
Kvikmyndin Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, í flokknum besta alþjóðlega kvikmyndin.
Söngvari bandarísku sveitarinnar Smashing Pumpkins ávarpaði áhorfendur á íslensku í troðfullri Laugardalshöll í gær. Hann var ánægður með kvöldið en lítt hrifinn af ferðaþjónustu á Íslandi.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Siggi Gunnars og Margrét Erla Maack stóðu vaktina í dag með fjölbreytt Poppland.
Spiluð lög:
12.40 til 14.00 Siggi Gunnars
NÝDÖNSK - Stundum
THE BLACK KEYS - No Rain, No Flowers
OASIS - The Importance Of Being Idle
THE BEACH BOYS - God Only Knows
SPILVERK ÞJÓÐANNA - Aksjónmaður
SNORRI HELGASON - Torfi á orfi
RAY CHARLES - I Got A Woman
BOBBY CALDWELL - What You Won't Do For Love
OLIVIA DEAN - Man I Need
ELVAR - Miklu betri einn
ROLE MODEL - Sally, When The Wine Runs Out
JÓN INGIBERG FRÁ DALSELI - Tækifæri
SHERYL CROW - My Favourite Mistake
THE CARDIGANS - My Favourite Game
THE FAVORS - The Hudson
14.00 til 16.00 Margrét Erla Maack
HERRA HNETUSMJÖR - Ómótstæðileg
KÁRI EGILSSON - In The Morning
DOECHII - Anxiety
BÚDRÝGINDI - Maðkur í mysunni
CORNERSHOP - Brimful Of Asha (Norman Cook Remix)
LAUFEY - Snow White
DAVID BOWIE - Cat People (Putting Out The Fire)
CAT POWER - I Think Of Angels
LAURA BRANIGAN - Self Control
MARÍNA ÓSK & RAGNAR ÓLAFSSON - By Your Side
MOSES HIGHTOWER - Stutt skref
USSEL, JÓIPÉ, KRÓLI - 7 Símtöl
THE BELLE STARS - Iko Iko
DANIIL, FRUMBURÐUR - Bráðna
MUGISON - Stóra stóra ást
JOHN GRANT - GMF
BOOKA SHADE, KAKTUS EINARSSON - If I Go, I Go
DAMON ALBARN, KAKTUS EINARSSON - Gumbri
KAKTUS EINARSSON - One Of Those
KAKTUS EINARSSON - Gumbri (Alternate Version)
LYKKE LI - Little Bit
THE SMASHING PUMPKINS - Today
BRÍET - Wreck Me
SIGN - Stjörnuhrap
GDRN - Þú sagðir
STUÐMENN - Þú Manst Aldrei Neitt
Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Dönsk stjórnvöld eru sögð uggandi vegna ferða manna með náin tengsl við Trump Bandaríkjaforseta til Grænlands. Heimildir ríkisfjölmiðilsins DR segja Bandaríkin stunda upplýsingahernað til að leggja grunn að yfirtöku á Grænlandi. Hallgrímur Indriðason fréttamaður hefur fylgst með þessu máli og settist hjá okkur.
Við ræddum skóla án aðgreiningar við Sóldísi Birtu Reynisdóttur meistaranema í grunnskólakennslu yngri barna. Sóldís skrifaði grein sem birtist á Vísi í gærkvöld þar sem hún talar um að hugmyndafræðin á bakvið skóla án aðgreiningar sé á blaði ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku. En þegar horft sé til daglegs veruleika innan skólanna blasi önnur mynd við.
Óskar H. Bjarnason fasteignasali og einn eigandi Valhallar kom til okkar en hann er vel að sér um fasteignamarkaðinn og fór yfir sviðið með okkur.
Evrópumót karla í körfubolta byrjaði í dag og eru þrír leikir sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum RÚV en í kvöld fer meðal annars fram nágrannaslagur Svíþjóðar og Finnlands. Ísland spilar síðan sinn fyrsta leik á mótinu í hádeginu á morgun. Við slógum á þráðinn til Matthíasar Orra Sigurðarsonar körfuboltasérfræðings og fengum stemninguna á mótinu í æð.
Við forvitnuðumst um gigtarsjúkdóminn í þættinum en sjúkdómurinn er mun algengari en margir gera sér grein fyrir því einn af hverjum fimm hér á landi greinist. Stefán Magnússon framkvæmdastjóri Gigtarfélagsins kom til okkar.
Svonefnt Sæunnarsund verður þreytt 30 ágúst, en þá synda 35 ofurhugar þvert yfir Önundarfjörð í klaufför kýrinnar Hörpu, en hún synti þessa tveggja kílómetra leið á flótta undan örlögum sínum í sláturhúsi á Flateyri. Bryndís Sigurðardóttir sagði okkur betur frá þessu.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða Spilara RÚV þegar þér hentar. Á miðvikudögum er sulta dagsins kántrý.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Umsjón: Andrea Jónsdóttir.