Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar að þessu sinni er samstarfsverkefni tveggja frumkvöðla, annar úr heimi taktsmíða og hinn úr heimi textagerðar. Þetta eru rapparinn MF Doom og pródúserinn Madlib. Saman mynda þeir tvíeykið Madvillain og gáfu út eina plötu vorið 2004, Madvillainy.
Lagalisti:
A1 The Illest Villains
A2 Accordion
A3 Meat Grinder
A4 Bistro
A5 Raid (ásamt M.E.D.)
B1 America's Most Blunted (ásamt Quasimoto)
B2 Sickfit
B3 Rainbows
B4 Curls
B5 Do Not Fire!
B6 Money Folder
C1 Shadows of Tomorrow (ásamt Quasimoto)
C2 Operation Lifesaver AKA Mint Test
C3 Figaro
C4 Hardcore Hustle (ásamt Wildchild)
C5 Strange Days
D1 Fancy Clown (ásamt Viktor Vaughn)
D2 Eye (ásamt Stacy Epps)
D3 Supervillain Theme
D4 All Caps
D5 Great Day
D6 Rhinestone Cowboy
Á gönguferð um gömlu Reykjavík ber margt á góma. Þar koma við sögu Þórbergur Þórðarson, Stefán frá Hvítadal, Una í Unuhúsi, skútuskipperar, togararsjómenn að ógleymdum dónunum sem svo voru kallaðir. Það er Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem er leiðsögumaður í ferðinni. Einnig stutt spjall við Steinunni Valdisi Óskarsdóttur borgarstjóra. Hallmar Sigurðsson les kafla úr "Í Unuhúsi" eftir Þórberg Þórðarson.

Veðurstofa Íslands.
Kvennafrídagurinn 1975 var ein stærsta femíníska aðgerð sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Nú þegar 50 ár eru liðin frá því hann var haldinn ræðir Sóley Tómasdóttir við femíníska aktívista um það sem gerst hefur síðan þá. Sagt er frá aðferðum, áskorunum, sigrum og samfélagslegum áhrifum femínísks aktívisma á Íslandi undanfarna áratugi.
Ljósmyndir: Snorri Zóphóníasson/Kvennasögusafn
Í þættinum fjalla Freyja Haraldsdóttir og Silja Snædal Drífudóttir um aðgerðir sem virðast spretta upp af sjálfu sér, áhrif berskjöldunar og mikilvægi samstöðu í femínískum aktívisma.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir þáttarins voru Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef, Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona og aktívisti, og Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands. Rætt var um ástandið á Gaza og vopnahlé milli Ísrael og Palestínu. Margrét Kristín sagði frá því þegar Ísraelsher stöðvaði för Frelsisflotans og skipsins Conscience, þar sem hún var um borð ásamt um níutíu öðrum, á leið með vistir fyrir íbúa Gaza.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Bandaríkjaforseti segir að stríð Rússlands og Úkraínu þurfi að hætta tafarlaust. Rússar eigi að halda herteknu landi í Úkraínu - annað sé of flókið. Bandaríkin ætla ekki að afhenda Úkraínu langdrægar flaugar að sinni.
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins hefst innan stundar. Búist er við að hart verði tekist á um tillögu formanns um tímasetningu flokksþings.
Margrét Kristín Blöndal, söngkona og aðgerðasinni, segir engan ráðamann hafa látið sig handtöku hennar á alþjóðlegu hafsvæði varða.
Utanríkisráðherra segir forseta Íslands hafa komið sjómarmiðum Íslands og gildum vel á framfæri við kínversk stjórnvöld. Engin formleg samtöl hafi átt sér stað varðandi Íslandsheimsókn Kínaforseta.
Dæmi eru um að fólk hafni lyfjameðferð hér á landi vegna vantrúar á lyf og læknavísindi. Krabbameinslæknir segir það rétt fólks en það geti verið erfitt að kyngja því.
Forsíður breskra dagblaða voru undirlagðar tíðindum af Andrési prins í morgun. Hann afsalaði sér konunglegum titlum í gær vegna tengsla sinna við kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein.
Einn stærsti lottópottur sögunnar verður dreginn út í kvöld. 160 milljónir eru í pottinum.
Bestu deild kvenna í fótbolta lýkur í dag. Breiðablik tekur þá á móti Íslandsmeistaraverðlaunum sínum.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Paloma Shemirani, frá suðausturhluta Bretlands, var aðeins 23 ára þegar hún lést úr eitilfrumukrabbameini í fyrrasumar. Þegar hún greindist sjö mánuðum áður, voru taldar 80% líkur á að hún næði fullum bata með lyfjameðferð. Móðir hennar, Kate Shemirani, er þekkt í Bretlandi. Hún missti leyfi sitt sem hjúkrunarfræðingur í kórónuveirufaraldrinum fyrir að dreifa skaðlegum upplýsingum um Covid-19. Kate Shemirani tókst að sannfæra dóttur sína um að hafna lyfjameðferð og gangast frekar undir óvísindalegar meðferðir skottulækna. Hún tapaði því baráttu sinni við meinið. Dánardómstjóri í Bretlandi segir umsjá Kate Shemirani yfir dóttur sinni ófullnægjandi og skammarlega, en ekki glæpsamlega. Bróðir Palomu er ósáttur við niðurstöðuna. Í viðtali við Odd Þórðarson segir bróðirinn, sem heitir Gabriel, að hann kenni móður þeirra um andlát systur sinnar. Mamma þeirra hafi á grundvelli samsæriskenninga og vantrúar á heilbrigðiskerfið, sannfært hana um að hafna lyfjameðferð.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Líf Einars Arnar Benediktssonar hefur verið samofið listinni alla tíð og þá ekki bara tónlist, þó að hann sé líklega þekktastur fyrir hana, heldur einnig myndlist og list orðsins. Það er þó tónlistarmaðurinn Einar Örn sem er í öndvegi í Straumum, enda hefur hann verið viðloðandi tónlist ýmist einn eða í mörgum hljómsveitum frá því hann kom fram á sjónarsviðið með Purrknum fyrir hálfum fimmta áratug eða svo.
Lagalisti:
Pakk - Í sokk
The Second Coming - Bar Tender
101 Reykjavík - Bar Beaten (101 Terror City)
Laus skrúfa - Laus skrúfa
The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows - Huldufólk - Bonus Track
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Skvísa. Ung, tískuleg kona. Það er ein orðabókaskilgreining þessa hugtaks en skvísan er samt svo margt annað sem erfitt er að ná fyllilega utan um í einni setningu. Hver er skvísan? Hvað gerir skvísu að skvísu? Geta öll verið skvísur? Hverjar eru eiginlega þessar skvísur? Í þessum þætti verður gerð tilraun til að svara þessum spurningum og komast til botns um hver og hvað skvísan er.
Umsjón: Ragnheiður Helga Egilsdóttir.
Veturinn 2009-2010 fékk Ævar Kjartansson Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi háskólarektor, til liðs við sig til þess að fjalla um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Í fyrsta þættinum spjölluðu þeir um eðli hugmynda almennt en fengu síðan til sín fræðimenn á ýmsum sviðum til þess að ræða hugmyndina um þjóðina, ríkið, samfélagið, hamingjuna, frelsið svo eitthvað sé nefnt.
Hugmyndin um réttarríkið. Björg Thorarensen forseti lagadeildar Háskóla Íslands verður gestur Páls Skúlasonar og Ævars Kjartanssonar
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Hvalbak er önnur ljóðabók Maó Alheimsdóttur. Skáldsaga hennar Veðurfregnir og jarðarfarir vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2024 en hún er fyrsta frumsamda sagan sem kemur út á íslensku eftir höfund sem lærði málið á fullorðinsaldri. Einstök ljóðabók þar sem greina má nýtt og ferskt sjónarhorn á íslenska náttúru og tungu.
Anna Rós Árnadóttir hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, Fyrir vísindin, þar sem hún yrkir af „vísindalegri nákvæmni“ um tilveruna, um næmni, raunveruleikann og hið yfirskilvitlega. Fyrr á þessu ári hlaut Anna Rós Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Skeljar sem finna má í þessari athyglisverðu ljóðsögu.
Söguljóðið stóra Don Juan eftir Byron lágvarð var að koma út í fyrsta sinn í heild sinni á íslensku. Byron lauk aldrei við ljóðið áður en hann lést aðeins 36 ára árið 1824 og skrifaði það í sjálfskipaðri útlegð, aðallega í Feneyjum á Ítalíu. Jón Erlendsson var að senda frá sér þýðingu á kviðunum sextán, en hann hlaut íslensku þýðingarverðlaunin í fyrra fyrir þýðinguna á Parardísarmissi eftir John Milton. Guðni Elísson prófessor í almennri bókmenntafræði við HÍ ræðir Byron lágvarð og Don Juan í þættinum.
Viðmælendur: Maó Alheimsdóttir, Anna Rós Árnadóttir og Guðni Elísson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Johnson, Tommy, McCoy, Charlie - Big road blues.
Karl Olgeirsson - Er haustið kemur.
Sigmar Þór Matthíasson - East river.
Ludvig Kári Quartet - Sólarátt (Sunward).
Croker, Theo - We still wanna dance ft. D'LEAU.
Tommaso Rava Quartet, Bollani, Stefano, Rava, Enrico, Gatto, Roberto, Tommaso, Giovanni - La prima volta.
Royston, Rudy, Frisell, Bill, BRT Philharmonic Orchestra, Brussels, Morgan, Thomas - Doom.
Stórsveit Reykjavíkur, Ólafur Jónsson, Mintzer, Bob - Variation on Litla Löpp.
Frelsissveit Nýja Íslands- Squiggle.
Dewey Redman Quartet - Blues for J.A.M., part 1.
Mahal, Taj - Betty and Dupree.

Fréttir
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Fyrsti þáttur um leit breskra landkönnuða að upptökum Níl í Afríku um miðbik 19. aldar. Í þessum þætti fara þeir Richard Francis Burton og John Hanning Speke í sinn fyrsta leiðangur saman, til Sómalílands í Austur-Afríku.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Sonny Rollins kvartettinn leikur lögin There's No Business, Raincheck, There Are Such Things, It's Alright With Me og Paradox. Tríó Eric Reed flytur lögin Old Flame, Evergreen Frenzia, A Spoonful of Sugar, Big Dogs, The Swing and I og Ka-Boose. Jimmy Smith leikur lögin (I Can't Get No) Satisfaction, Ode To Billy Joe, Ape Woman, Funky Broadway, Burning Spear, Groove Drops og Mellow Mood.
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Fram undir miðja 20. öld höfðu flestar götur á Akranesi nafn sem sótt var í norræna goðafræði. Skagamenn voru ekki allir jafn ánægðir með þessi nöfn og vildu heldur að götuheitin yrðu dregin af nöfnum húsa í bænum og bæja og örnefna í nágrenninu. Um þetta var rætt og ritað í bæjarblaðinu Akranesi þar til bæjarstjórn ákvað að breyta nöfnunum. Líklega er það einsdæmi að nær öllum götunöfnum í heilum kaupstað sé skipt út í einu.

Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson
Í þættinum er sagt frá Jóhanni Helgasyni sem fæddur var á Borgarfirði eystra laust fyrir aldamótin 1900 og lést árið 1972. Hann er einn af þeim hvunndagshetjum sem upplifðu hinar öru breytingar 20 aldar en bjó einnig við óbrúaðar ár og vegleysur. Jóhann var lengi bóndi á Ósi og eignaist 14 börn með konu sinni. Hann var oft í aðdráttum fótgangandi og lenti í ýmsum svaðilförum,. Pálmi Hannesson rektor skráði eina af svaðilförum hans í bókinni Mannraunir sem út kom í Reykjavík ðarið 1959.
Sú frásögn er lesin í þættinum . Ágúst Ólafsson svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri er afabarn Jóhanns.Hann segir frá afa sinum í viðtali við umsjónarmann. Lesið um séra Hjálmar Guðmundsson á Hallormsstað úr bókinni Vogrek eftir Guðfinnus Þorsteinsdóttur sem út kom í Reykjavík árið 1959.Lesari með umsjónarmanni Bryndís Þórhallsdóttir . Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson


Veðurfregnir kl. 22:05.

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Nokkrir íslenskir karlakórar
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir þáttarins voru Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef, Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona og aktívisti, og Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands. Rætt var um ástandið á Gaza og vopnahlé milli Ísrael og Palestínu. Margrét Kristín sagði frá því þegar Ísraelsher stöðvaði för Frelsisflotans og skipsins Conscience, þar sem hún var um borð ásamt um níutíu öðrum, á leið með vistir fyrir íbúa Gaza.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Útvarpsfréttir.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Gestur Felix er söngkonan, leikkonan og kennarinn Sigríður Eyrún Friðriksdóttir eða Sigga Eyrún og fimman hennar snýst um fimm áratugi og lögin sem marka hvern og einn þeirra. Sigga hefur merkilega sögu að segja og hefur fengið stærri skammta af gleði og sorg en mörg okkar.
Í síðari hluta þáttarins skoðum við atburði dagsins og afmælisbörn og tengjum tónlistina við það.
Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.
Gísli Marteinn og Sandra Barilli taka á móti leik- og söngkonunni Hildi Völu Baldursdóttur og leika létt lög af plötum
Bríet - Fimm.
Ásgeir Trausti Einarsson - Ferris Wheel.
MAMMÚT - Salt.
Mammaðín - Frekjukast.
Daniil, Saint Pete, Emmsjé Gauti - En ekki hvað?.
Digital Ísland - Eh plan?.
Snorri Helgason - Torfi á orfi.
SIA - Chandelier.
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
Of Monsters and Men - Dream Team.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON, BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Aðeins sextán.
Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur.
Útvarpsfréttir.
Bandaríkjaforseti segir að stríð Rússlands og Úkraínu þurfi að hætta tafarlaust. Rússar eigi að halda herteknu landi í Úkraínu - annað sé of flókið. Bandaríkin ætla ekki að afhenda Úkraínu langdrægar flaugar að sinni.
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins hefst innan stundar. Búist er við að hart verði tekist á um tillögu formanns um tímasetningu flokksþings.
Margrét Kristín Blöndal, söngkona og aðgerðasinni, segir engan ráðamann hafa látið sig handtöku hennar á alþjóðlegu hafsvæði varða.
Utanríkisráðherra segir forseta Íslands hafa komið sjómarmiðum Íslands og gildum vel á framfæri við kínversk stjórnvöld. Engin formleg samtöl hafi átt sér stað varðandi Íslandsheimsókn Kínaforseta.
Dæmi eru um að fólk hafni lyfjameðferð hér á landi vegna vantrúar á lyf og læknavísindi. Krabbameinslæknir segir það rétt fólks en það geti verið erfitt að kyngja því.
Forsíður breskra dagblaða voru undirlagðar tíðindum af Andrési prins í morgun. Hann afsalaði sér konunglegum titlum í gær vegna tengsla sinna við kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein.
Einn stærsti lottópottur sögunnar verður dreginn út í kvöld. 160 milljónir eru í pottinum.
Bestu deild kvenna í fótbolta lýkur í dag. Breiðablik tekur þá á móti Íslandsmeistaraverðlaunum sínum.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.
Helgarútgáfan heilsaði hoppandi af kæti þennan ágæta laugardag. Haustið hefur heilsað okkur með mildum hætti og gott haust getur verið svo fallegt. Við tókum púlsinn saman á þjóðinni og heyrðum af því helsta sem um er að vera í menningunni og mannlífinu eins og venja er í Helgarútgáfunni.
Meðmælasúpan góða var á sínum stað, þá komu góðir gesti í létt laugardagsspjall og eru þeir iðulega með fulla vasa af góðum meðmælum yfir hvers konar afþreyingu og gúrmelaði sem hlustendur gætu nýtt inn í helgina eða haustið. Og viðmælendur eða meðmælendur að þessu sinni vou þau Tinna Brá Baldvinsdóttir verslunarkona úr Hrím og Hannes Friðbjarnarson framleiðandi hjá Republik sem mæltu með haustsúpum, bíói, leikhúsi og fleiru góðgæti.
Á þeysireið var hlaupið yfir helstu viðburði dagsins og stöldruðum við við á Litlu Listahátíðinni á Reyðarfirði en þar var Karitas Harpa á fullu að undirbúa viðburði dagsins þegar Helgarútgáfan heyrði í henni í síma.
Lagalistinn var löðrandi fínn og tóku hlustendur virkan þátt í valinu:
Frá kl. 12:45:
BUFF - Prinsessan mín
EMILIANA TORRINI - I
KISS - Rock'n Roll All Nite
WEEZER - In the garage
SALKA SÓL - Úr gulli gerð
OLGA GUÐRÚN - Ryksugulag
R.E.M. - Orange Crush
SNORRI HELGASON - Megi það svo vera
GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR - Í maí
LUFEY - Mr. Eclectic
BEYONCE - Crazy In Love FT JAY Z
AMY WINEHOUSE - Back To Black
Frá kl. 14:00:
TODMOBILE - Upp á þaki
CROSBY, STILLS, NASH & YOUNG - Our House
Nirvana - On a plain
BONG - Do You Remember
GILDRAN - Vorkvöld í Reykjavík
KARITAS HARPA - Horft til baka
FOO FIGHTERS - These Days
LOLA YOUNG - d£aler
PAUL YOUNG - Love Of The Common People
DOOBIE BROTHERS - What A Fool Believes
Frá kl: 15:00
Á MÓTI SÓL - Fyrstu laufin
MANIC STREET PREACHERS - If You Tolerate This Your Children Will Be Next
WHITE STRIPES - Seven Nation Army
ABBA - Does your mother know
CYNDI LAUPER - Girls Just Want To Have Fun
ROYEL OTIS - Moody
RIDE - Vapour Trail
THE POLICE - Every Little Thing She Does Is Magic
BRITNEY SPEARS - Toxic
DEEE-LITE - Groove is in the heart
DAVID BOWIE - Changes
ROBYN - Dancing On My Own

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Farið yfir vinsælustu lög Rásar 2 þessa vikuna.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Samantekt lista: Sigurður Þorri Gunnarsson.

Fréttastofa RÚV.
Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Tónlistarkonan Soffía Björg mætir til okkar með lög í farteskinu og sögur í pokahorninu. Við förum yfir lífshlaupið í bland við góða tónlist.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
