Á gönguferð um gömlu Reykjavík ber margt á góma. Þar koma við sögu Þórbergur Þórðarson, Stefán frá Hvítadal, Una í Unuhúsi, skútuskipperar, togararsjómenn að ógleymdum dónunum sem svo voru kallaðir. Það er Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem er leiðsögumaður í ferðinni. Einnig stutt spjall við Steinunni Valdisi Óskarsdóttur borgarstjóra. Hallmar Sigurðsson les kafla úr "Í Unuhúsi" eftir Þórberg Þórðarson.