16:05
Bara bækur
Vísindi í ljóðum og ljóð í vísindum / Don Juan eftir Byron lágvarð
Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Hvalbak er önnur ljóðabók Maó Alheimsdóttur. Skáldsaga hennar Veðurfregnir og jarðarfarir vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2024 en hún er fyrsta frumsamda sagan sem kemur út á íslensku eftir höfund sem lærði málið á fullorðinsaldri. Einstök ljóðabók þar sem greina má nýtt og ferskt sjónarhorn á íslenska náttúru og tungu.

Anna Rós Árnadóttir hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, Fyrir vísindin, þar sem hún yrkir af „vísindalegri nákvæmni“ um tilveruna, um næmni, raunveruleikann og hið yfirskilvitlega. Fyrr á þessu ári hlaut Anna Rós Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Skeljar sem finna má í þessari athyglisverðu ljóðsögu.

Söguljóðið stóra Don Juan eftir Byron lágvarð var að koma út í fyrsta sinn í heild sinni á íslensku. Byron lauk aldrei við ljóðið áður en hann lést aðeins 36 ára árið 1824 og skrifaði það í sjálfskipaðri útlegð, aðallega í Feneyjum á Ítalíu. Jón Erlendsson var að senda frá sér þýðingu á kviðunum sextán, en hann hlaut íslensku þýðingarverðlaunin í fyrra fyrir þýðinguna á Parardísarmissi eftir John Milton. Guðni Elísson prófessor í almennri bókmenntafræði við HÍ ræðir Byron lágvarð og Don Juan í þættinum.

Viðmælendur: Maó Alheimsdóttir, Anna Rós Árnadóttir og Guðni Elísson.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 54 mín.
,