14:30
Kúrs
Skvísa
Kúrs

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.

Skvísa. Ung, tískuleg kona. Það er ein orðabókaskilgreining þessa hugtaks en skvísan er samt svo margt annað sem erfitt er að ná fyllilega utan um í einni setningu. Hver er skvísan? Hvað gerir skvísu að skvísu? Geta öll verið skvísur? Hverjar eru eiginlega þessar skvísur? Í þessum þætti verður gerð tilraun til að svara þessum spurningum og komast til botns um hver og hvað skvísan er.

Umsjón: Ragnheiður Helga Egilsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,