21:20
Sagnaslóð
Hvunndagshetj
Sagnaslóð

Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson

Í þættinum er sagt frá Jóhanni Helgasyni sem fæddur var á Borgarfirði eystra laust fyrir aldamótin 1900 og lést árið 1972. Hann er einn af þeim hvunndagshetjum sem upplifðu hinar öru breytingar 20 aldar en bjó einnig við óbrúaðar ár og vegleysur. Jóhann var lengi bóndi á Ósi og eignaist 14 börn með konu sinni. Hann var oft í aðdráttum fótgangandi og lenti í ýmsum svaðilförum,. Pálmi Hannesson rektor skráði eina af svaðilförum hans í bókinni Mannraunir sem út kom í Reykjavík ðarið 1959.

Sú frásögn er lesin í þættinum . Ágúst Ólafsson svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri er afabarn Jóhanns.Hann segir frá afa sinum í viðtali við umsjónarmann. Lesið um séra Hjálmar Guðmundsson á Hallormsstað úr bókinni Vogrek eftir Guðfinnus Þorsteinsdóttur sem út kom í Reykjavík árið 1959.Lesari með umsjónarmanni Bryndís Þórhallsdóttir . Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 43 mín.
,