PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

Party Zone 31. janúar

Við hefjum nýtt dansár formlega í þætti kvöldsins þar sem við spilum allskonar nýmeti úr heimi danstónlistarinnar handa ykkur í fyrri hluta þáttarins.

Þrenna kvöldsins er tileinkuð gömlum PartyZone lista síðan 1995 sem við birtum á síðunni okkar ekki alls fyrir löngu. Múmíur kvöldsins eru dansperlur sem

voru ofarlega á PZ listanum árin 2000 og 2005 sem eiga það sameiginlega hafa elst gríðarlega vel. Dj sett kvöldsins er síðan 2011 þegar Már & Nielsen

komu fram á afar minnistæðu og stappfullu Eve Fanfest í Laugardalshöllinni þar sem einnig komu fram FM Belfast og Booka Shade.

Hæfilegt jafnvægi milli nýmetis og nostalgíu í þætti kvöldins, allt eins og það á vera.

Frumflutt

31. jan. 2025

Aðgengilegt til

31. jan. 2026
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Þættir

,