PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

Party Zone listinn fyrir apríl 2025

Þáttastjórnendur grúska í öllum helstu suðupottum danstónlistarinnar í dag og setja saman glænýjan Party Zone lista, topp 30, fyrir apríl mánuð. Einnig þeir helstu plötusnúða

landsins til handvelja bestu og heitustu lögin þeirra mati. Upphafslag þáttarins er múmía kvöldsins sem var einmitt topplag þessa sama lista fyrir 30 árum síðan, þ.e. dansárinu 1995.

Helgi Már og Kristján Helgi leiða hlustendur í gegnum þetta allt saman í þætti kvöldsins.

Frumflutt

25. apríl 2025

Aðgengilegt til

25. apríl 2026
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Þættir

,