PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

Party Zone 7. mars

vanda fer fyrri hluti þáttarins í glænýja danstónlist úr ýmsum áttum handvalin af þáttarstjórnendum, þar á meðal eitt nýtt íslenskt frá Housebuilders. Við skellum því næst í þrennu af franskri hústónist síðan 1997 þegar franska danstónlistarvorið var í algleymingi. Múmía kvöldsins er síðan klassískt "bootleg" mix af lagi frá soul tónlistarkonunni Angie Stone sem lést nýlega. Lag sem var spilað mikið af plötusnúðunum árið 2002.

Plötusnúður kvöldsins er DJ Hristo sem er koma framm í PZ í fyrsta sinn. Hann hitar dansþyrsta upp fyrir kvöldið sitt á Kaffibarnum þetta sama kvöld.

Geggjuð dansveisla um landið og miðin!

Frumflutt

7. mars 2025

Aðgengilegt til

7. mars 2026
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Þættir

,