PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

Party Zone 7. febrúar

Í þætti kvöldsins handveljum við nýja danstónlist fyrir hlustendur. Allskonar músik sem var koma út út. Í dagskráliðnum þrenna kvöldsins spilum við lög sem eiga það sameiginlegt hafa verið í 20.sæti PZ listans en dyggir hlustendur vita hvað það þýðir. Múmía kvöldsins er svo topplag PZ listans síðan í febrúar 2010 eða fyrir 15 árum síðan.

DJ Haukur FKNHNDSM lokar svo þættinum með DJ setti kvöldsins, sannkallað DOWNTEMPO sett sem hann tók upp fyrir stuttu síðan. Fjölbreyttur PartyZone þáttur handa ykkur.

Frumflutt

7. feb. 2025

Aðgengilegt til

7. feb. 2026
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Þættir

,