PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

Party Zone 12. september

Hér er drekkhlaðinn "með puttann á danssenunni" þáttur handa ykkur með öllum helstu dagsskrárliðum þáttarins: Handvalið nýmeti, íslenskt, þrenna kvöldsins, múmía og plötusnúður með læti.

Við hitum upp fyrir tvo viðburði sem verða helgina 26.-27.september næstkomandi. Joy Orbisson kemur fram í Austurbæjarbíói föstudagskvölið 26.sept og á þessi framsækni og funheiti tónlistarmaður þrennu kvöldsins. Í íslensku deildinni heyrum við nýlegt lag úr óvæntri átt, frá þeim Daniil og Páli Óskari og síðan er rúsínan í pylsuendanum tvö glæný lög frá GusGus sem bárust í þáttinn á meðan við vorum taka hann upp og við sjálfsögðu setjum þau bæði í loftið og hitum í leiðinni upp fyrir risaafmælistónleika sveitarinnar í Laugardalshöll þann 4.október.

DJ sett kvöldsins verður svo í höndum DJ Tóta út DJ dúóinu Young G&T, en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur fram í þættinum. Hann ætlar tromma upp viðburð sem verður í Iðnó Laugardagskvöldið 27.september þar sem aðalnúmer kvöldsins eru þeir Markus Homm og Gorge. Dj settið verða lög eða remix frá þeim köppuum.

Þéttur og funheitur þáttur sem tekur púlsinn á viðburðaríkri dansenunni þessa dagnana. VAFRIÐ dansandi á Party Zone.

Frumflutt

12. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Þættir

,