Heimsglugginn

Vandræðaprinsinn Andrés

Bresk málefni voru til umfjöllunar í Heimsglugga vikunnar á Morgunvaktinni á Rás 1. Bogi Ágústsson ræddi við Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunni Elísabetu Bogadóttur um stöðuna í breskum stjórnmálum þar sem Umbótaflokkurinn (Reform) ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka í könnunum og hver krísan á fætur annarri ríður yfir Keir Starmer og stjórn hans.

Bogi ræddi svo við Önnu Lilju Þórisdóttur fréttamann um Andrés prins, yngri bróður Karls þriðja konungs. Andrés hefur þurft hætta nota aðalstitla vegna tengsla við bandaríska barnaníðinginn og kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein. Sífellt bætast við nýjar upplýsingar um tengsl þeirra og hefur málið valdið konungsfjölskyldunni miklum vandræðum og varpað skugga á störf konungs.

Frumflutt

23. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsglugginn

Heimsglugginn

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

Þættir

,