Heimsglugginn

Serbía, tollastríð og óánægja í Tasiilaq

Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu fimmtudagsvenju við Boga Ágústsson um erlend málefni í Heimsglugga vikunnar. þessu sinni var rætt um óeirðir í þinginu í Belgrad og víðtæk mótmæli í Serbíu. Mótmælin hófust þegar þak á lestarstöð í Novi Sad hrundi í nóvember og 15 létust.

Þá var rætt um afleiðingar refsitolla Donalds Trumps á efnahagslíf heimsins, Kanadamenn eru reiðir Bandaríkjastjórn og forðast kaupa bandarískar vörur. Bílaframleiðendur og bændur í Bandaríkjunum eru einnig gramir vegna tollanna. Einnig var rætt um óánægju í Tasiilaq á austurströnd Grænlands vegna lélegra samgangna og í lokin fjallað um framburð á nafni pólsku frelsishetjunnar Lech Wałęsa.

Frumflutt

6. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsglugginn

Heimsglugginn

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

Þættir

,