Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi. Að þessu sinni var rætt um loftrýmiseftirlit yfir Íslandi en norski flugherinn annast slíkt eftirlit um þessar mundir. Eirik Kristoffersen, yfirmaður norska hersins, segir mikilvægt fyrir Norðmenn að fylgjast vel með á svæðum nærri Noregi og Íslendingar eru staðfastir vinir og bandamenn. Hann segir að það sé mjög náin norræn samvinna í varnar-og öryggismálum og að frá innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 hafi æðstu menn varnarmála á Norðurlöndunum hist mánaðarlega, einnig Íslendingar.
Ný stjórn hefur tekið við á Norður-Írlandi og í fyrsta sinn sitja lýðveldissinnar í forsæti. Michelle O'Neill, leiðtogi Sinn Fein á Norður-Írlandi er fyrsti ráðherra og Emma Little-Pengelly, er staðgengill hennar fyrir hönd DUP, stærsta flokks sambandssinna. Báðar leggja þær áherslu á að helstu viðfangsefnin séu stjórn landsins ekki hvort Norður-Írland eigi að sameinast Írska lýðveldinu eða vera áfram hluti Stóra-Bretlands.
Frumflutt
8. feb. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Heimsglugginn
Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.