Heimsglugginn

Spennandi stórþingskosningar í Noregi

Norðmenn ganga til kosninga um helgina og útlit er fyrir spennandi kosningar þó margir telji þokkalegar líkur séu á Jonas Gahr Støre verði áfram forsætisráðherra. Verkamannaflokkur hans hefur farið með stjórnarforystu síðustu fjögur ár og frá því í febrúar setið einn í minnihlutastjórn. Verkamannaflokkurinn nýtur mests fylgis samkvæmt könnunum, næstur kemur Framfaraflokkurinn. Hann er pópúlískur hægriflokkur. Sylvi Listhaug, formaður flokksins, vill fækka innflytjendum og hún hefur talað fyrir þyngri fangelsisdómum. Flokkurinn hefur, eins og hægripópúlistar í mörgum öðrum löndum, farið mikinn um lög og reglu og vill skera niður fjárveitingar til umhverfis- og velferðarmála og minnka skriffinnsku.

Frumflutt

4. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsglugginn

Heimsglugginn

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

Þættir

,