Heimsglugginn

Risagjaldþrot í Svíþjóð, vopnahlé í Úkraínu og óvænt úrslit á Grænlandi

Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu fimmtudagsvenju við Boga Ágústsson um erlend málefni í Heimsglugga vikunnar. þessu sinni var rætt um stærsta gjaldþrot í sænskri viðskiptasögu. Northvolt átti verða lykilfyrirtæki í sókn evrópskra bílaframleiðenda á rafbílamarkaðnum en reksturinn gekk aldrei eins og skyldi. Fyrirtækið er gjaldþrota og þrjú þúsund manns í Skellefteå í Norður-Svíþjóð hafa misst vinnuna.

Úkraínumenn hafa fallist á tillögur Donalds Trumps um vopnahlé en Rússar hafa ekki svarað enn. Trump hefur hótað Rússum auknum refsiaðgerðum fallist þeir ekki á vopnahlé.

Úrslit þingkosninganna á Grænlandi komu verulega á óvart, enginn bjóst við því mið-hægriflokkurinn Demokratiit yrði stærsti flokkurinn. Jens-Frederik Nielsen, leiðtogi flokksins, reynir mynda stjórn. Búist er við hann reyni mynda stjórn með IA, sem er lengst til vinstri í grænlenskum stjórnmálum, og hugsanlega einnig með hægriflokknum Atassut.

Frumflutt

13. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsglugginn

Heimsglugginn

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

Þættir

,