Heimsglugginn

Svíþjóðardemókratar staðnir að drullukasti, aðskilnaðarsinnar tapa í Katalóníu

Svíþjóðardemókratarnir hafa á laun rekið ,,tröllaverksmiðjur" á netinu sem dreifðu áróðri gegn innflytjendum og óhróðri um stjórnmálamenn í öðrum flokkum. Svíþjóðardemókratarnir styðja minnihlutastjórn Ulfs Kristerssons en hafa samt á laun kastað skít í forystumenn ríkisstjórnarflokkanna. Þeir hafa brugðist ókvæða við en ekki er talið stjórnin falli vegna málsins. Þetta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson í fyrri hluta Heimsgluggans.

Í síðari hlutanum var rætt við í Jóhann Hlíðar Harðarson, fyrrverandi fréttamann RÚV sem býr á Spáni, um stjórnmál í Katalóníu. Jóhann segir þau séu eins og flókin og spennandi reyfari. Aðskilnaðarsinnar töpuðu í héraðsþingskosningum um síðustu helgi og það kann hafa talsverðar afleiðingar.

Frumflutt

16. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsglugginn

Heimsglugginn

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

Þættir

,