Heimsglugginn

Børsen, minningar Liz Truss, pólitík og götublöð

Bogi Ágústsson ræddi við Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunni Elísabetu Bogadóttur um eldsvoðann í Kaupmannahöfn er Børsen brann og byggingar Kristjáns fjórða konungs. Þau ræddu og nýja bók Liz Truss, sem var forsætisráðherra Bretlands í 49 daga. Hún hefur farið mikinn í kynningu á bók sinni þar sem hún ver sjálfa sig og stefnu sína sem leiddi til þess pundið hrundi, markaðir tóku dýfu og vextir snarhækkuðu. Rætt var um bresk stjórnmál en bæja- og sveitastjórnarkosningar verða í maí og þingkosningar síðar á árinu. Í lokin heyrðum við lagið Tu Vuo'Fa' L'Americano með Hetty and the Jazzato Band. sveit spilar ítalska dægurlagatónlist mest frá fyrri hluta síðustu aldar. Þau syngja bæði á ítölsku og ensku og sum lögin eru þekkt, önnur minna þekkt til dags.

Frumflutt

18. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsglugginn

Heimsglugginn

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

Þættir

,