12:40
Helgarútgáfan
Súrdeig og sellerí í boði Tobbu og Óla, heiðurstónleikar Halla og bresk poppbylgja.
Helgarútgáfan

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.

Helgarútgáfan hóf sig til flugs þennan laugardaginn, 22. nóvember. Við fengum frábæra gesti í Meðmælasúpu dagsins, Tobba Marinós og Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson eru bæði metnaðarfullir matgæðingar og menningarfrömuðir sem áttu í alls engum vandræðum með að mæla með einhverju gómsætu eða skemmtilegu fyrir okkur í dag. Við sögu komu kalkúnasamloka, fuglabingó og sellerísafi svo eitthvað sé nefnt.

Við heyrðum af stórtónleikum í menningarhúsi Ísfirðinga, Edinborgarhúsinu þar sem heiðruð var minning eins góðborgara að vestan sem lést fyrir aldur fram en hefði fagnað þennan dag 70 ára afmæli sínu. Jón Hallfreð Engilbertsson eða Halli eins og hann var kallaður skyldi heilmikið eftir sig þ.á.m. í tónlist og menningu. Við heyrðum í einum af hans helstu samherjum í gegnum árin, Guðmundi Hjaltasyni.

Úr einu menningarhúsinu í annað, í Eldborg Hörpu var verið að undirbúa tónleikaveislu og streymi þar sem Helgi Björnsson kom fram ásamt einvalaliði. Við trufluðum Helga í beinni.

Tónlistin verður fyrst og fremst skemmtileg, bland við allt það ferskasta og nýjasta fær breskt popp frá níunni, eða tíunda áratugnum (næntís) að hljóma. Ein af hetjum upphafsára þeirrar bylgju, bassaleikari Stone Roses og Primal Scream, Mani, lést í vikunni og við heyrðum af honum og vinum hans.

Frá kl. 12:45

KUSK X ÓVITI - Augnaráð

STEREOPHONICS - Have A Nice Day

BJÖRK - Big Time Sensuality

THE B-52'S - Roam

GEORGE BAKER SELECTION - Little Green Bag

DIANA ROSS - Love Hangover

SNORRI HELGA, BRÍET - Mexico

PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON, BENNI HEMM HEMM - Undir álögum

Frá kl. 14:00

SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Getur verið

BOY GEORGE - Everything I own

LAUFEY - Mr. Eclectic

BLUR - End of a century

PRIMAL SCREAM - Star

THE EMOTIONS - Best Of My Love

JESUS AND MARY CHAIN - Far Gone And Out

JÓIPÉ, KRÓLI, USSEL - 7 Símtöl

Frá kl. 15:00

SSSól - Lof mér að lifa

SUGARCUBES - Walkabout

ECHOBELLY - Great things

THE LA'S - There She Goes

HELGI BJÖRNS - Lífið sem eitt sinn var

PULP - Common People

THE CHARLATANS - North Country Boy

HAPPY MONDAYS - Step On

BONG, BUBBLEFLIES - Loose your mind

ELASTICA - Connection

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 3 klst. 15 mín.
,