Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 21 maí 2016: Eitt helsta umræðuefni og þá auðvitað áhyggjuefni í landsbyggðunum á síðustu áratugum hefur verið brottflutningur, einkum brottflutningur ungs fólks sem sem sér ekki framtíð sína á heimaslóðunum. En brottflutt fólk er ekki það sama og brottflutt fólk. Sumir hverfa og til þeirra spyrst ekki framar en aðrir hafa enn mjög sterkar taugar til heimahagana, eiga þaðan góðar minningar og vilja leggja sitt af mörkum svo samfélögin vaxi og dafni áfram. Í þættinum veltum við þessu fyrir okkur og ræðum við fólk sem hjálpar ungu fólki að eignast góðar minningar frá æskustöðvunum með ýmis konar námskeiðahaldi.
Viðmælendur: Ívar Ingimarsson, fyrrum knattspyrnumaður og gistihúsaeigandi á Egilsstöðum, Eysteinn Kristinsson, kennari í Neskaupstað, Jón Hilmar Kárason, tónlistarmaður í Neskaupstað og Andrea Valgerður Jónsdóttir, skipuleggjandi LÚR. Hólmfríður M. Bjarnardóttir, skipuleggjandi LÚR Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, stofnandi LÚR.
Dagskrárgerð: Halla Ólafsdóttir og Jón Knútur Ásmundsson.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Margrét Lóa Jónsdóttir ræðir við fólk um draumastaði í þáttum frá árinu 2005
Margrét Lóa Jónsdóttir ræðir við fólk um draumastaði í þáttum frá árinu 2005
4. þáttur af 5 frá 2005. Umsjón: Margrét Lóa Jónsdóttir. Gestur þáttarins: Birgitta Jónsdóttir og George Leide frá Brasilíu.

Veðurstofa Íslands.
Í kringum 1960 var rafmagn lagt til sveitabæja innst í Eyjafirði sem hluti af markvissri áætlun stjórnvalda um að rafvæða landið. Sölvadal var þó sleppt. Hann er einn af dölunum innst í firðinum og þar var búið á þremur bæjum. En hvaða afleiðingar átti sú ákvörðun eftir að hafa í för með sér? Fjallað er um byggðasögu Sölvadals og rætt við fólk sem þekkir af eigin raun hvernig er að búa á svæði sem tengdist aldrei rafveitukerfi landsins.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Tvær heimavirkjanir sáu bæjunum í Sölvadal fyrir rafmagni. Í lok júní 1995 urðu náttúruhamfarir sem höfðu mikil áhrif á líf fólksins í dalnum. Þjónustuleysi og lélegar samgöngur héldu áfram að einkenna búsetuna.
Viðmælendur: Egill Þórólfsson, Petrea Lára Hallmannsdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Hrólfur Eiríksson og Njáll Kristjánsson.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Víðir Reynisson, Margrét Tryggvadóttir og Ingibjörg Isaksen.
Þau ræddu stöðu íslenskunnar, minni bóklestur barna, innflytjendamá, sterka stöðu Miðflokksins og vaxtalækkun Seðlabanka Íslands.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Fjöldi ungverskra kvenna tók upp á því að eitra fyrir eiginmönnum sínum með afleiðingum að yfir þrjú hundruð manns dóu. Þetta gerðist í ungversku þorpi fyrir um hundrað árum síðan. Höfuðpaurinn var ljósmóðir sem jafnan var kölluð Súsí frænka. Í störfum sínum kynntist hún vel aðstæðum fólks sem oft voru nöturlegar. Hún útvegaði konum því eitur og leiðbeindi þeim. Margir eiginmannanna í þorpinu beittu konur sínar ofbeldi og þær sáu enga aðra leið úr viðjum þess. Ástæðan fyrir því að við fjöllum um málið núna er sú að nýlega kom út bók þessa voveiflegu atburði í byrjun síðustu aldar. Bókin heitir The Women Are Not Fine, eða konurnar hafa það ekki gott. Við töluðum við höfundinn og hún segir að karlarnir hafi síður en svo haft það gott heldur. En voru konurnar kaldrifjaðir morðingjar eða þolendur ofbeldis sem í örvæntingu sinni fundu ekki aðra leið út?
Svo fjöllum við um COP30 í Brasilíu, hvernig það gengur að semja um aðgerðir til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og þá gríðarlegu þróun sem orðið hefur í sólarorku. Þar skoðum við áform Ástrala sem ætla að reisa stærðarinnar sólarorkuver og flytja þá orku alla leið til Singapúr, um 4.500 kílómetra langan sæstreng.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Davíð Sveinn Bjarnason hefur verið afkastamikill og áberandi í raftónlist á síðasta áratug eða svo. Fyrst notaði hann einfaldlega nafnið Davíð, en svo varð til listamannsnafnið Felix Leifur og undir því nafni hefur hann gefið út allmargar plötur ytra og svo einnig hér á landi undanfarin ár. Framan af aðallega house-tónlist, en lika ótal afbrigði af raftónlist. Síðast kom út platan Federation JI sem hann gaf út með japanska tónlistarmanninum Daichi Saito.
Lagalisti:
The Sunday Club EP - Berg Toppur
Hampton - Hampton
Brot 1 - Brot 4
BROT 5 - Gitarglams 02:18
フェデレーションジェーアイFederation JI - Digital súpa
フェデレーションジェーアイFederation JI - Gæðastundir í kirkjunni
Óútgefið - Intromuscular
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Fyndin íslensk útvarpsleikrit voru afar vinsæl og áberandi fyrir nokkrum áratugum en listformið þekkist varla í dag. Af hverju er skrifað grínefni ekki vinsælt á hljóðmiðlum nútímans?
Umsjón: Ísarr Vídalín Hrannarsson
Veturinn 2009-2010 fékk Ævar Kjartansson Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi háskólarektor, til liðs við sig til þess að fjalla um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Í fyrsta þættinum spjölluðu þeir um eðli hugmynda almennt en fengu síðan til sín fræðimenn á ýmsum sviðum til þess að ræða hugmyndina um þjóðina, ríkið, samfélagið, hamingjuna, frelsið svo eitthvað sé nefnt.
Í þessum þætti ræða þeir Páll Skúlason og Ævar Kjartansson almennt um þjóð, ríki og hagkerfi.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Í þættinum er fjallað um barnabókina Paradísareyjan eftir Emblu Bachmann, rætt er við Anton Helga Jónsson ljóðskáld og formaður óðfræðifélagsins Boðn um nýjustu útgáfu SÓN tímarits um ljóðlist og óðfræði og Þór Tulinius kemur og segir frá sinni fyrstu skáldsögu, Sálnasafnarinn, sem er nýkomin út.
Viðmælendur: Embla Bachmann, Anton Helgi Jónsson og Þór Tulinius.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Memphis Minnie, Little Son Joe - Nothing in ramblin'.
Hróðmar Sigurðsson, Ingibjörg Elsa Turchi - Cooper.
Ragnhildur Gísladóttir, Tómas R. Einarsson - Hvenær sé ég þig næst.
Coleman, Ornette, Payne, Don, Cherry, Don, Higgins, Billy, Norris, Walter - Chippie.
Ables, Charles, Williams, Steve - Isn't it romantic (instrumental).
Merrill, Helen, Kellaway, Roger, Shorter, Wayne, Clarke, Terry, Mitchell, Red - Willow weep for me.
Sigurður Flosason, Nilsson, Mattias - 1. Sperea.
Vliet, Jeroen van, Gulli Gudmundsson, Smits, Koen - Fjarri.
Zorn, John, Douglas, Dave, Cohen, Greg, Baron, Joey - Zelah.
Fortner, Sullivan, Washington, Peter, Gilmore, Marcus - Again, never.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Seinni þáttur um svonefndar radíum-stúlkur, ungar konur sem unnu við að mála sjálflýsandi úr með geislavirkri radíum-málningu í Bandaríkjunum á fyrstu áratugum síðustu aldar, og baráttu þeirra fyrir bótum og réttlæti.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Tómas R. Einarsson og Eyþór Gunnarsson leika lögin Vangadans, Hólar, Innst inni, Gil, Bláir eru Dalir mínir og Vínarvals handa Eyþóri. Árni Egilsson og kvartett hans leika lögin Sigrún, Stella By Starlight, Body and Soul, I Rembember Clifford, I Love You og My Funny Valentine. Kvartett Charlie Haden leikur lögin Taney County, Bay City, The Passion Flower, The Blessing, My Foolish Heart og Hermitage. Atle Hammer og sextett leika lagið Arizona Blue.
Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson
Þættir frá vetrinum 2008-2009
Í þættinum er frásögn Klemensar Jónssonar (1862- 1930) af sérkennlegu fólki í Reykjavík á uppvaxtar árum hans á áttunda áratug 19. aldar. Þetta voru einstaklingar sem voru sérkennilegir í háttum og bundu bagga ekki sömu hnútum og samferðamenn. Þátturinn birtist í tímaritinu Blöndu 1923. Lesari með umsjónarmanni Sigríður Kristín Jónsdóttir Tónlist Ó, borg mín borg /Haukur Morteins/Vilhjálmur frá Skáholti/ Haukur Morteins. Fröken Reykjavík/Jón Múli /Jónas Árnason/ Ragnar Bjarnason og Stórsveit Reykjavíkur. Umsjón: Jón Ormar Ormsson

Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan heldur áfram að skoða plötusafn útvarpsins. Meðal þess sem þar leynist er lítil plata með Guðmundi Óla Þorlákssyni, sem var þekktur undir nafninu Guðmundur Gauti. Einnig heyrist í Engilbert Humperdink, Karlakórnum Vísi, Blönduðum kvartetti frá Siglufirði og Geirharði Valtýssyni eða Gerhard Schmidt. Karlakórinn Goði kemur ennfremur við sögu í þættinum ásamt Goðakvartettinum.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Víðir Reynisson, Margrét Tryggvadóttir og Ingibjörg Isaksen.
Þau ræddu stöðu íslenskunnar, minni bóklestur barna, innflytjendamá, sterka stöðu Miðflokksins og vaxtalækkun Seðlabanka Íslands.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason

Útvarpsfréttir.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Þær Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zóphoníasdóttir sem skipa Hljómsveitina Evu komu í sameiginlega fimmu og töluðu um fimm lög sem hafa haft áhrif á líf þeirra saman og í sitt hvoru lagi. Spjallið fór um víðan völl, Páll Óskar og Doktor Love komu við sögu, einnig kulnun, fílapenslar og draumur um Eurovision. Já og svo auðvitað sýningin þeirra, Kosmískt skítamix, sem hefur fengið frábæra dóma.
Í síðari hlutanum skoðaði umsjónarmaður það sem hefur gerst á deginum
Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.
Gísli Marteinn og Sandra Barilli taka á móti Sigríði Hagalín Björnsdóttur og Jóni Kalmani Stefánssyni og ræða nýju bækurnar þeirra, Indlandsferð og ástarsamband rithöfunda.
Lög spiluð í þættinum:
Ragnhildur Gísladóttir - Hvað Um Mig Og Þig?
Snorri Helgason - Ingileif
Ásgeir Trausti - Dýrð í dauðaþögn
Bríet - Bang Bang
Björk Guðmundsdóttir - Afi
Nýdönsk og Sinfó - Sökudólgur óskast
Valdimar - Karlsvagninn
Emilíana Torrini - Me And Armini
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.
Helgarútgáfan hóf sig til flugs þennan laugardaginn, 22. nóvember. Við fengum frábæra gesti í Meðmælasúpu dagsins, Tobba Marinós og Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson eru bæði metnaðarfullir matgæðingar og menningarfrömuðir sem áttu í alls engum vandræðum með að mæla með einhverju gómsætu eða skemmtilegu fyrir okkur í dag. Við sögu komu kalkúnasamloka, fuglabingó og sellerísafi svo eitthvað sé nefnt.
Við heyrðum af stórtónleikum í menningarhúsi Ísfirðinga, Edinborgarhúsinu þar sem heiðruð var minning eins góðborgara að vestan sem lést fyrir aldur fram en hefði fagnað þennan dag 70 ára afmæli sínu. Jón Hallfreð Engilbertsson eða Halli eins og hann var kallaður skyldi heilmikið eftir sig þ.á.m. í tónlist og menningu. Við heyrðum í einum af hans helstu samherjum í gegnum árin, Guðmundi Hjaltasyni.
Úr einu menningarhúsinu í annað, í Eldborg Hörpu var verið að undirbúa tónleikaveislu og streymi þar sem Helgi Björnsson kom fram ásamt einvalaliði. Við trufluðum Helga í beinni.
Tónlistin verður fyrst og fremst skemmtileg, bland við allt það ferskasta og nýjasta fær breskt popp frá níunni, eða tíunda áratugnum (næntís) að hljóma. Ein af hetjum upphafsára þeirrar bylgju, bassaleikari Stone Roses og Primal Scream, Mani, lést í vikunni og við heyrðum af honum og vinum hans.
Frá kl. 12:45
KUSK X ÓVITI - Augnaráð
STEREOPHONICS - Have A Nice Day
BJÖRK - Big Time Sensuality
THE B-52'S - Roam
GEORGE BAKER SELECTION - Little Green Bag
DIANA ROSS - Love Hangover
SNORRI HELGA, BRÍET - Mexico
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON, BENNI HEMM HEMM - Undir álögum
Frá kl. 14:00
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Getur verið
BOY GEORGE - Everything I own
LAUFEY - Mr. Eclectic
BLUR - End of a century
PRIMAL SCREAM - Star
THE EMOTIONS - Best Of My Love
JESUS AND MARY CHAIN - Far Gone And Out
JÓIPÉ, KRÓLI, USSEL - 7 Símtöl
Frá kl. 15:00
SSSól - Lof mér að lifa
SUGARCUBES - Walkabout
ECHOBELLY - Great things
THE LA'S - There She Goes
HELGI BJÖRNS - Lífið sem eitt sinn var
PULP - Common People
THE CHARLATANS - North Country Boy
HAPPY MONDAYS - Step On
BONG, BUBBLEFLIES - Loose your mind
ELASTICA - Connection
Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!
Steiny Skúladóttir var með æðislegt GMT í dag, Ragga skuldaði óskalag og Hvað er að gerast í kvöld korterið á sínum stað ásamt öllum helstu smellunum!
Lagalisti:
Valdimar - Karlsvagninn
Stjórnin - Láttu Þér Líða Vel
St. Paul & The Broken Bones - Sushi And Coca-Cola
Hjálmar - Gakktu Alla Leið
Ívar Klausen - Damage Done
Kim Wilde - Kids In America
The Weeknd - Blinding Lights
Arcade Fire - The Suburbs
David Bowie - China Girl
Bruno Mars & Lady Gaga - Die With A Smile
George Harrison - Got My Mind Set On You
David Byrne - Everybody Laughs
The Black Keys - Howlin' For You
Stuðmenn - Í Bláum Skugga
Huntrx & Audrey Nuna & Ejae - Golden
Laufey - Snow White
MGMT - Kids
RAYE - Escapism
Taylor Swift - Shake It Off
Sálin Hans Jóns Míns - Sódóma
RAYE - Where Is My Husband!
Beatles - Help!
Soul II Soul - Back To Life
4 Non Blondes - What's Up?
Vicky - Feel Good
Nirvana - As You Are
SS Sól - Toppurinn

Fréttastofa RÚV.
Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Það virðist vera orðið ákveðið þema hversu marga hatta viðmælendur Lagalistans eru með, því oftar en ekki eru þeir margir og fjölbreyttir. Í þetta skiptið passar plötusnúðshatturinn hugsanlega best við Mellí Þorkelsdóttur, en við fræðumst þó um hina og auðvitað lögin sem hún kemur með í farteskinu. Þar kennir ýmissa grasa sem við förum yfir og ræðum einnig lífshlaupið á hundavaði.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.