10:15
Sölvadalur
2. þáttur
Sölvadalur

Í kringum 1960 var rafmagn lagt til sveitabæja innst í Eyjafirði sem hluti af markvissri áætlun stjórnvalda um að rafvæða landið. Sölvadal var þó sleppt. Hann er einn af dölunum innst í firðinum og þar var búið á þremur bæjum. En hvaða afleiðingar átti sú ákvörðun eftir að hafa í för með sér? Fjallað er um byggðasögu Sölvadals og rætt við fólk sem þekkir af eigin raun hvernig er að búa á svæði sem tengdist aldrei rafveitukerfi landsins.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Tvær heimavirkjanir sáu bæjunum í Sölvadal fyrir rafmagni. Í lok júní 1995 urðu náttúruhamfarir sem höfðu mikil áhrif á líf fólksins í dalnum. Þjónustuleysi og lélegar samgöngur héldu áfram að einkenna búsetuna.

Viðmælendur: Egill Þórólfsson, Petrea Lára Hallmannsdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Hrólfur Eiríksson og Njáll Kristjánsson.

Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 40 mín.
,