Litla flugan

Þáttur 16 af 27

Litla flugan heldur áfram skoða plötusafn útvarpsins. Meðal þess sem þar leynist er lítil plata með Guðmundi Óla Þorlákssyni, sem var þekktur undir nafninu Guðmundur Gauti. Einnig heyrist í Engilbert Humperdink, Karlakórnum Vísi, Blönduðum kvartetti frá Siglufirði og Geirharði Valtýssyni eða Gerhard Schmidt. Karlakórinn Goði kemur ennfremur við sögu í þættinum ásamt Goðakvartettinum.

Frumflutt

22. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,