Lagalistinn

Mellí Þorkelsdóttir

Það virðist vera orðið ákveðið þema hversu marga hatta viðmælendur Lagalistans eru með, því oftar en ekki eru þeir margir og fjölbreyttir. Í þetta skiptið passar plötusnúðshatturinn hugsanlega best við Mellí Þorkelsdóttur, en við fræðumst þó um hina og auðvitað lögin sem hún kemur með í farteskinu. Þar kennir ýmissa grasa sem við förum yfir og ræðum einnig lífshlaupið á hundavaði.

Frumflutt

22. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lagalistinn

Lagalistinn

Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.

Þættir

,