Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 21 maí 2016: Eitt helsta umræðuefni og þá auðvitað áhyggjuefni í landsbyggðunum á síðustu áratugum hefur verið brottflutningur, einkum brottflutningur ungs fólks sem sem sér ekki framtíð sína á heimaslóðunum. En brottflutt fólk er ekki það sama og brottflutt fólk. Sumir hverfa og til þeirra spyrst ekki framar en aðrir hafa enn mjög sterkar taugar til heimahagana, eiga þaðan góðar minningar og vilja leggja sitt af mörkum svo samfélögin vaxi og dafni áfram. Í þættinum veltum við þessu fyrir okkur og ræðum við fólk sem hjálpar ungu fólki að eignast góðar minningar frá æskustöðvunum með ýmis konar námskeiðahaldi.
Viðmælendur: Ívar Ingimarsson, fyrrum knattspyrnumaður og gistihúsaeigandi á Egilsstöðum, Eysteinn Kristinsson, kennari í Neskaupstað, Jón Hilmar Kárason, tónlistarmaður í Neskaupstað og Andrea Valgerður Jónsdóttir, skipuleggjandi LÚR. Hólmfríður M. Bjarnardóttir, skipuleggjandi LÚR Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, stofnandi LÚR.
Dagskrárgerð: Halla Ólafsdóttir og Jón Knútur Ásmundsson.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.
