18:30
Hvað ertu að lesa?
Bold fjölskyldan og barnabókmenntahátíðin Mýrin
Hvað ertu að lesa?

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.

Umsjón: Embla Bachmann

Gunnar Theodór segir frá Mýrinni sem er alþjóðleg barnabókmenntahátíð haldin hérlendis. Við heyrum í bresku höfundunum Julian Clary og David Roberts sem eru á landinu vegna Mýrarinnar. Þeir gera bækurnar um Bold fjölskylduna og ætla að segja okkur frá sköpunarferlinu. Bókaormurinn Liljar Páll segir okkur frá bókum eins og Dularfulla hjólahvarfið, Afmælisráðgátan, Harry Potter og Hundmann. Auk þess fjallar hann um höfundana Sigrúnu Eldjárn og Bergrúnu Írisi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,