Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
420 íbúða hverfi mun rísa á Kringlureitnum svonefnda. Fasteignafélagið Reitir stendur að framkvæmdinni. Rífa þarf bygginguna sem hýsti ritstjórn Morgunblaðsins á sínum tíma en prentsmiðjuhúsið mun standa og verður menningar- og samkomuhús. Guðni Aðalsteinsson og Birgir Þór Birgisson hjá Reitum sögðu frá áformunum.
Nýafstaðnar kosningar og stjórnarmyndun í Hollandi var helsta umfjöllunarefni Björns Malmquist fréttamanns í Brussel. Hann sagði einnig frá fjárlagagerð Evrópusambandsins og fór lauslega yfir stjórnmálaástandið í Frakklandi.
Dómsmálaráðherra áformar að draga úr atkvæðamisvægi og hefur skipað nefnd sem ætlað er að semja frumvarpsdrög þar um. Ráðherra segir um mannréttindamál að ræða. Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri, benti nýverið á í grein á vef H.A. að samkvæmt sáttmálum og dómum sé atvkæðamisvægi ekki mannréttindabrot, pólitísk sjónarmið geti hins vegar ráðið hvernig atkvæðavægi sé háttað.
Tónlist:
Medley - Pat Metheny,
Hún hring minn ber - Vilhjálmur Vilhjálmsson og hljómsv. Magnúsar Ingimarssonar.
Are you going with me? - Pat Metheny Group.


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Örn segist brosandi aldrei taka ranga ákvörðun! Í þættinum talar hann um líf sitt,og leiklistina . Nýlega var frumsýnd kvikmyndin Vikin efir Braga Þór Hinrikissonar þar sem hann leikir aðalhlutverkið. Hann hefur einnig mikið að gera í Þjóðleikhúsinu, en á þessum vetri tekur hann þátt í fjórum leikritinum.

Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög með nokkrum íslenskum söngkonum frá ýmsum tímum og einni norskri sem söng á íslensku. Elsa Sigfúss syngur lögi Bela Ami og Lili Marlene á dönsku, Hallbjörg Bjarnadóttir syngur Ennþá man ég hvar og Björt mey og hrein og hin norska Nora Brocksted syngur Svo ung og blíð. Þuríður Sigurðardóttir syngur Heima og dúett með Jóhanni Vilhjálmssyni í laginu Minningar. Móeiður Júníusdóttir syngur lögin Bláu augun þín og Við gengum tvö og Jóhanna Linnet syngur Lagið okkar og Vorljóð. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Katla Gunnarsdóttir er það sem kallað er smörrebrauðsjómfrú að mennt. Frá því hún lauk sveinsprófi hefur hún starfað á frokostveitingastaðnum Tívolíhallen í eigu smörrebrauðsjómfrúnnar Helle Vogt, en hún rekur eldhúsið uppá gamla mátann með klassísku smörrebrauði og dönskum réttum. Katla er þessa dagana með annan fótinn á landinu en hún er meðal annars að bíða eftir leyfi frá Reykjavíkurborg í samstarfi við veitingastaðinn Hosiló um að opna klassískan Smörrebrauðsstað í Safnahúsinu á Hverfisgötunni. Katla sinnir líka meistaraverkefni frá DTU í Kaupmannahöfn en þar kemur síld við sögu. Við spjölluðum við Kötlu í þættinum.
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum heldur reglulega námskeið fyrir sjúkraliða og annað fagfólk í heilbrigðisgeiranum, en í lok þeirra spyrja þau þáttakendur hvaða námskeið þau myndu vilja að MSS stæði fyrir næstu önn. Óskanámskeið talsvert margra var námskeiðið „Örmagna heilbrigðisstarfsfólk“. Og það er skemmst frá því að segja að námskeiðið hefur verið sett á um miðjan nóvember og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, leiðbeinandi á námskeiðinu, var hjá okkur í dag og sagði frá námskeiðinu og örmagna heilbrigðisstarfsfólki.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þór Tulinius, leikari, leikstjóri, leikskáld, leiðsögumaður og nú rithöfundur. Við fengum hann til að segja okkur frá nýrri skáldsögu sinni, Sálnasafnarinn, og svo auðvitað því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þór talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Ilmurinn eftir Patrick Suskind
Jötunsteinn e. Andra Snær Magnússon
Bók vikunnar e. Snæbjörn Arngrímsson
Í skugga trjánna e. Guðrúnu Evu Mínervudóttur
Samuel Beckett og Harold Pinter
Tónlist í þættinum í dag:
Sjóddu frekar egg / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)
Begin the Beguin / Ella Fitzgerald (Cole Porter)
The Sun Ain’t Gonna Shine Anymore / The Walker Brothers (Bob Crewe & Bob Gaudio)
I'll Come Running Back to You / Sam Cooke (Sam Cooke)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Tugmilljónagreiðslur fyrir ráðgjafastörf hjá ríkislögreglustjóra er ekki eðlileg stjórnsýsla, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin fylgist grannt með vinnu dómsmálaráðuneytisins í málinu.
Lögmaður Vélfags segir að ákvörðun stjórnvalda um viðskiptaþvinganir vegna meintra tengsla fyrirtækisins við rússneska auðmenn byggist ekki á fullnægjandi rannsókn. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna óttast mikið manntjón af völdum jarðskjálfta sem varð í Afganistan í nótt. Staðfest er að 20 fórust.
Sérfræðingar eru sammála um að skattar og gjöld sem lögð verða á leigusala eigi eftir að rata beint út í leiguverð.
Hlutafjárverð í Alvotech lækkaði um rúmlega fimmtung í morgun. Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna veitir fyrirtækinu ekki markaðsleyfi þar í landi fyrir líftæknilyfið AVT05.
Forseti Bandaríkjanna segir Kínverja og Rússa stunda tilraunir með kjarnorkuvopn án þess að ræða það. Hann hefur sjálfur boðað að Bandaríkin hefji slíkar tilraunir.
Ójöfnuður gerir heiminn viðkvæmari fyrir heimsfaraldri. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu stofnunar hjá Sameinuðu þjóðunum. Ójöfnuður grafi undan viðbrögðum við faröldrum, hvort sem er hjá einstökum þjóðum eða á alþjóðavísu og veldur því að faraldrar verða meira truflandi, banvænni og vara lengur.
Of algengt er að foreldrar langveikra barna örmagnist og endi jafnvel sem öryrkjar þegar börnin eru orðin fullorðin. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna.
Eftir tíu umferðir gæti það farið svo að nýliðar Sunderland sitji í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Til þess þarf liðið að vinna Everton í kvöld.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Þrír af lífeyrissjóðunum sem eru stærstu hluthafar almenningshlutafélagsins Kviku banka svara spurningum um viðskipti bankans með breska veðlánafyrirtækið Ortus Secured Finance. Kvika gekk fyrr á árinu frá kaupum á restinni af hlutafé félagsins og á það allt í dag. Heildarkaupverð er 6.5 milljarðar króna.
Bankastjóri Kviku, Ármann Þorvaldsson, stofnaði lánafyrirtækið ásamt viðskiptafélögum sínum árið 2012. Viðskiptafélag Ármanns og meðstofnendur voru þeir síðustu sem Kviku keypti út.
Í svörum tveggja lífeyrissjóða, Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Gildis, kemur fram að þeir hafi spurt Kviku spurninga um viðskiptin með Ortus vegna tengsla fyrirtækjanna tveggja. Lífeyrissjóður verslunarmanna fór fram á að Kvika myndi auka og bæta upplýsingagjöf um breska lánafyrirtækið í ljósi tengsla fyrirtækjanna.
Lífeyrissjóðirnir telja þrátt fyrir þetta að Kvika hafi fylgt réttu verklagi í viðskiptunum með breska lánafyrirtækið.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Bíó Paradís býður nú þeim sem leita ástarinnar að koma á hraðstefnumót. Markmið stefnumótanna er að gefa einhleypum tækifæri á að kynnast nýju fólki á léttum og skemmtilegum kvöldum. Í október var tvisvar blásið til hraðstefnumóta og þær Ása Baldursdóttir og Lisa Attenberger frá Bíó Paradís ætla að koma og segja okkur allt um þau.
Síðan ætlar Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, að kíkja til okkar. Í dag ætlar hún að rifja upp með okkur opnun Reykjanesbrautar, sem var formlega opnuð, með bundnu slitlagi, í október 1965 – og í fréttaauka frá þeim degi heyrum við af mótmælendum gegn veggjaldi sem var innheimt til að standa straum af gerð vegarins.
ADHD-samtökin og Sjónarhóll héldu málþing síðastliðinn föstudag. Yfirskrift þess var krefjandi hegðun barna með ADHD og markmiðið var að auka þekkingu og skilning á helstu þáttum sem ýta undir krefjandi hegðun og beina sjónum að gagnreyndum aðferðum sem nýtast til að draga úr áhrifum þeirra. Aukin þekking og skilningur getur dregið úr krefjandi hegðun, stutt við betri líðan og jákvæðari sjálfsmynd hjá barninu sem og þeim sem að barninu koma. Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Elín Hinriksdóttir frá ADHD-samtökunum settust niður með okkur fyrir helgi.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Konert í Es-dúr K060 (Dumbarton Oaks) eftir Ígor Stravínskíj.
Þættirnir eru:
Tempo giusto
Allegretto
Con moto
Meðlimir úr kammersveitum Konunglega tónlistarháskólans í Lundúnum og Juilliard háskólans leika undir stjórn Barböru Hannigan.
Hljóðritun fór fram 19.-21. janúar 2024 í Susie Sainsbury Theatre, Royal Academy of Music, London, UK.
Sónata nr. 2 op. 117 í g-moll eftir Gabriel Fauré.
Verkið er í 3 þáttum:
1. Allegro
2. Andante
3. Allegro vivo
Stephen Isserlis leikur á selló, Pascal Devoyon leikur á píanó.
Píanósónata nr. 1 eftir Hallgrím Helgason
Flytjandi: Jórunn Viðar, píanó
Þættirnir eru:
Stef með tilbrigðum
Adagio - Vikivaki - Adagio
Allegretto scherzando
Intermezzo: Andante molto sostenuto
Allegro con moto
Var á dagskrá útvarps 22. júní 1964. Óvíst er um upptökuár.
Oh, Ola, Ola. Norskt þjóðlag. Engel Lund syngur, Páll Ísólfsson leikur á píanó. Hljóðritun frá árinu 1959.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tvær nýjar skáldsögur og ein ljóðabók fylla þáttinn í dag. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar voru afhent í vikunni og við ræðum við verðlaunahafann Þórdísi Dröfn Andrésdóttur um sigurbókina, Síðasta sumar lífsins.
Skáldsögurnar tvær eru fremur ólíkar en eiga þó sitt hvað sameiginlegt, Lausaletur eftir Þórdísi Helgadóttur og Bók vikunnar eftir Snæbjörn Arngrímsson. Þær vísa báðar í sjálfa bókmenninguna, útgáfusögu og prenttæknina og búa báðar yfir sambærilegri dulúð, hinu óræða og stundum draugalega. Og í raun má segja það sama um ljóðabókina, þar sem drungi og heimshryggð hvílir undir lygnu vatni.
Viðmælendur: Þórdís Dröfn Andrésdóttir, Þórdís Helgadóttir og Snæbjörn Arngrímsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Á dögunum kom út skáldsagan Allt sem við hefðum getað orðið, eftir rithöfundinn og blaðakonuna Sif Sigmarsdóttur. Aðalpersónur sögunnar eru þrjár konur af ólíkri kynslóð sem hver um sig horfist í augu við eigið val og drauma í lífinu. Sagan er að nokkru byggð á ævi Annie Leifs, fyrstu eiginkonu Jóns Leifs, en Sif kemur í hljóðstofu og segir okkur nánar af bókinni. Þess utan verðum við með hugann við arkitektúr í þætti dagsins. Við heimsækjum nýja félagsbústaði við Háteigsveg og ræðum þar við Arnhildi Pálmadóttur, arkitekt, en húsið er tilnefnt til hönnunarverðlauna Íslands sem verða afhent á fimmtudag. Óskar Arnórsson flytur auk þess sinn ellefta pistil um arkitektúr og fjallar að þessu sinni um arkitektúr og heilsu.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við í Lestinni erum að velta fyrir okkur stöðu lýðræðisins á Vesturlöndum. Það eru ýmsar blikur á lofti. Leiðtogar sem tala gegn og grafa undan ýmsum stofnunum hefðbundins frjálslynds lýðræðis eiga upp á pallborðið í dag, bæði í Evrópu og auðvitað Bandaríkjunum.
Gestur þáttarins er Valur Ingimyndarson, prófessor í sagnfræði. Hann þekkir vel til sögu fasismans, nasismans og þeirrar valdboðshyggju sem varð til fyrir um hundrað árum. Við ætlum að pæla í stöðunni í dag og spegla í sögunni. Er fasisminn að snúa aftur? Hvað er eiginlega fasismi? Er þetta gamla hugtak kannski bara fyrir okkur þegar við reynum að skilja and-lýðræðislega strauma og valdboðshyggju í stjórnmálum nútímans.
Fréttir
Fréttir
Hundruð milljóna króna voru sviknar út úr fjármálastofnunum vegna kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið.
Miðflokkurinn eykur fylgi sitt um nærri fimm prósentustig á milli mánaða, í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Samfylking dalar, sem og Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur ekki verið minni á kjörtímabilinu.
Forseti Lettlands hefur sent lög um að landið dragi sig úr Istanbúl-sáttmálanum aftur til þingsins. Sáttmálinn krefst þess að aðildarríki þrói lög og stefnu sem miða að því að binda enda á heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum.
Deilt var um húsnæðisaðgerðir ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag.
Kosningaeftirlitsmenn í Tansaníu efast um að forsetakosningarnar þar á miðvikudag hafi farið eðlilega fram. Sitjandi forseti, sem var settur í embætti í dag, fékk tæp 98% atkvæða.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þrátt fyrir að í vopnahléssamkomulaginu sé kveðið á um óhindrað streymi lífsnauðsynlegra hjálpargagna inn á Gaza, þar á meðal grundvallarnæringar fyrir börn sem soltið hafa heilu hungri mánuðum saman, þá er raunveruleikinn annar, segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi sem er nýkomin frá Palestínu.
Um 100 starfsmenn hjá fimm stærstu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið áminntir fyrir brot í starfi og 20 hefur verið sagt upp að undangenginni áminningu. frá 2022. Nær 18.000 starfa hjá sveitarfélögunum.
Undanfarna mánuði hafa á sjöunda tug manna fallið í árásum bandaríska hersins á báta í Karíba- og Kyrrahafi undan ströndum Mexikó, síðast þrír um helgina. Hernaðarviðbúnaður Bandaríkjanna í og við Karíbahaf hefur stóraukist undanfarna mánuði og hefur aldrei verið meiri, Bandaríkjaforseti talar um stríð við eiturlyfjasmyglara en greinendur telja margir að olía sé rótin.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Gunnar Theodór segir frá Mýrinni sem er alþjóðleg barnabókmenntahátíð haldin hérlendis. Við heyrum í bresku höfundunum Julian Clary og David Roberts sem eru á landinu vegna Mýrarinnar. Þeir gera bækurnar um Bold fjölskylduna og ætla að segja okkur frá sköpunarferlinu. Bókaormurinn Liljar Páll segir okkur frá bókum eins og Dularfulla hjólahvarfið, Afmælisráðgátan, Harry Potter og Hundmann. Auk þess fjallar hann um höfundana Sigrúnu Eldjárn og Bergrúnu Írisi.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Tónlist leikin í þættinum:
Af plötunni Subaerial með Lucy Railton og Kit Downes:
Down to the Plains
Of Becoming and Dying
Af plötunni Does Spring Hide Its Joy eftir Kali Malone, ásamt Stephen O'Malley og Lucy Railton:
Does Spring Hide Its Joy v2.2
Af plötunni LUCID eftir Þórunn Björnsdóttur og Federico Placidi:
Singularity
Main Sequence
Af plötunni The Sacrificial Code (2025 edition):
Hagakyrka Bells
The Sacrificial Code II
The Sacrificial Code III
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Bíó Paradís býður nú þeim sem leita ástarinnar að koma á hraðstefnumót. Markmið stefnumótanna er að gefa einhleypum tækifæri á að kynnast nýju fólki á léttum og skemmtilegum kvöldum. Í október var tvisvar blásið til hraðstefnumóta og þær Ása Baldursdóttir og Lisa Attenberger frá Bíó Paradís ætla að koma og segja okkur allt um þau.
Síðan ætlar Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, að kíkja til okkar. Í dag ætlar hún að rifja upp með okkur opnun Reykjanesbrautar, sem var formlega opnuð, með bundnu slitlagi, í október 1965 – og í fréttaauka frá þeim degi heyrum við af mótmælendum gegn veggjaldi sem var innheimt til að standa straum af gerð vegarins.
ADHD-samtökin og Sjónarhóll héldu málþing síðastliðinn föstudag. Yfirskrift þess var krefjandi hegðun barna með ADHD og markmiðið var að auka þekkingu og skilning á helstu þáttum sem ýta undir krefjandi hegðun og beina sjónum að gagnreyndum aðferðum sem nýtast til að draga úr áhrifum þeirra. Aukin þekking og skilningur getur dregið úr krefjandi hegðun, stutt við betri líðan og jákvæðari sjálfsmynd hjá barninu sem og þeim sem að barninu koma. Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Elín Hinriksdóttir frá ADHD-samtökunum settust niður með okkur fyrir helgi.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Katla Gunnarsdóttir er það sem kallað er smörrebrauðsjómfrú að mennt. Frá því hún lauk sveinsprófi hefur hún starfað á frokostveitingastaðnum Tívolíhallen í eigu smörrebrauðsjómfrúnnar Helle Vogt, en hún rekur eldhúsið uppá gamla mátann með klassísku smörrebrauði og dönskum réttum. Katla er þessa dagana með annan fótinn á landinu en hún er meðal annars að bíða eftir leyfi frá Reykjavíkurborg í samstarfi við veitingastaðinn Hosiló um að opna klassískan Smörrebrauðsstað í Safnahúsinu á Hverfisgötunni. Katla sinnir líka meistaraverkefni frá DTU í Kaupmannahöfn en þar kemur síld við sögu. Við spjölluðum við Kötlu í þættinum.
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum heldur reglulega námskeið fyrir sjúkraliða og annað fagfólk í heilbrigðisgeiranum, en í lok þeirra spyrja þau þáttakendur hvaða námskeið þau myndu vilja að MSS stæði fyrir næstu önn. Óskanámskeið talsvert margra var námskeiðið „Örmagna heilbrigðisstarfsfólk“. Og það er skemmst frá því að segja að námskeiðið hefur verið sett á um miðjan nóvember og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, leiðbeinandi á námskeiðinu, var hjá okkur í dag og sagði frá námskeiðinu og örmagna heilbrigðisstarfsfólki.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þór Tulinius, leikari, leikstjóri, leikskáld, leiðsögumaður og nú rithöfundur. Við fengum hann til að segja okkur frá nýrri skáldsögu sinni, Sálnasafnarinn, og svo auðvitað því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þór talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Ilmurinn eftir Patrick Suskind
Jötunsteinn e. Andra Snær Magnússon
Bók vikunnar e. Snæbjörn Arngrímsson
Í skugga trjánna e. Guðrúnu Evu Mínervudóttur
Samuel Beckett og Harold Pinter
Tónlist í þættinum í dag:
Sjóddu frekar egg / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)
Begin the Beguin / Ella Fitzgerald (Cole Porter)
The Sun Ain’t Gonna Shine Anymore / The Walker Brothers (Bob Crewe & Bob Gaudio)
I'll Come Running Back to You / Sam Cooke (Sam Cooke)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við í Lestinni erum að velta fyrir okkur stöðu lýðræðisins á Vesturlöndum. Það eru ýmsar blikur á lofti. Leiðtogar sem tala gegn og grafa undan ýmsum stofnunum hefðbundins frjálslynds lýðræðis eiga upp á pallborðið í dag, bæði í Evrópu og auðvitað Bandaríkjunum.
Gestur þáttarins er Valur Ingimyndarson, prófessor í sagnfræði. Hann þekkir vel til sögu fasismans, nasismans og þeirrar valdboðshyggju sem varð til fyrir um hundrað árum. Við ætlum að pæla í stöðunni í dag og spegla í sögunni. Er fasisminn að snúa aftur? Hvað er eiginlega fasismi? Er þetta gamla hugtak kannski bara fyrir okkur þegar við reynum að skilja and-lýðræðislega strauma og valdboðshyggju í stjórnmálum nútímans.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Íslenskur danshópur kom sá og sigraði á Hiphop Weekend í Malmö. Það er árlegur street dans viðburður haldinn af ástríðufullum og reyndum dönsurum þar sem einhverjir bestu og framsæknustu dansarar heims mæta til að battla. Við heyrum í Iðunni Önnu Hannesdóttur dansara og danskennara.
Sævar Helgi um vísindafréttir.
Dictionary.com hefur valið 67 orð ársins. Við ræðum við Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut hér á RÚV, um þessa niðurstöðu þeirra og þau orð sem einkennt hafa íslenskt samfélag á árinu.
Helga Margrét Höskuldsdóttir gerir upp helgina í íþróttunum.
Starri Reynisson, bóksali, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum verð á bókum og skrif hans um Arnaldarvísitöluna.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Eitt og annað gekk á í þættinum. Colourbox áttu týndu ástina, Billie Eilish virðist vera með gullhjarta, fangavörður George Michael mátti sannarlega skammast sín, Rokk í Reykjavík, Vintage Caravan á plötu vikunnar og Jóli Hólm fór yfir óskrifaðar reglur hvað jólaskreytingar varðar.
Lagalisti þáttarins:
Helgi Björnsson - Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker.
FACES - Ooh La La.
BILLIE EILISH - Lunch.
Royel Otis - Who's your boyfriend.
BOB DYLAN - Tangled Up in Blue.
Capaldi, Lewis - Something In The Heavens.
THE VERVE - Bitter Sweet Symphony.
OMD - Enola Gay.
Harding, Curtis - The Power.
RADIOHEAD - Let Down.
Pearl Jam - In hiding.
Ravyn Lenae - Love Me Not.
NÝDÖNSK - Stundum.
Snorri Helgason - Torfi á orfi.
ZOMBIES - Time Of The Season.
U2 - Angel Of Harlem.
Ásgeir Trausti Einarsson - Ferris Wheel.
CARPENTERS - Yesterday Once More.
Young, Lola - d£aler.
Digital Ísland - Eh plan?.
Laufey - Mr. Eclectic.
RONETTES - Be My Baby.
Tame Impala - Dracula.
Williams, Hayley, Byrne, David - What Is The Reason For It.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Eitt af blómunum.
IGGY POP - Lust For Life.
Vintage Caravan, The - Philosopher (ft.Mikael Åkerfeldt).
GEORGE MICHAEL - Careless Whisper.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Sönn Ást.
Á móti sól - Fyrstu laufin.
Birta Dís Gunnarsdóttir - Fljúgðu burt.
Tappi tíkarrass - Hrollur.
Spilafífl - Talandi höfuð.
ROLLING STONES - Play With Fire.
DURAN DURAN - The Chauffeur.
COLOURBOX - Tarantula (12"mix)
HLJÓMAR - Er hann birtist.
Lumineers, The - Asshole.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Tugmilljónagreiðslur fyrir ráðgjafastörf hjá ríkislögreglustjóra er ekki eðlileg stjórnsýsla, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin fylgist grannt með vinnu dómsmálaráðuneytisins í málinu.
Lögmaður Vélfags segir að ákvörðun stjórnvalda um viðskiptaþvinganir vegna meintra tengsla fyrirtækisins við rússneska auðmenn byggist ekki á fullnægjandi rannsókn. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna óttast mikið manntjón af völdum jarðskjálfta sem varð í Afganistan í nótt. Staðfest er að 20 fórust.
Sérfræðingar eru sammála um að skattar og gjöld sem lögð verða á leigusala eigi eftir að rata beint út í leiguverð.
Hlutafjárverð í Alvotech lækkaði um rúmlega fimmtung í morgun. Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna veitir fyrirtækinu ekki markaðsleyfi þar í landi fyrir líftæknilyfið AVT05.
Forseti Bandaríkjanna segir Kínverja og Rússa stunda tilraunir með kjarnorkuvopn án þess að ræða það. Hann hefur sjálfur boðað að Bandaríkin hefji slíkar tilraunir.
Ójöfnuður gerir heiminn viðkvæmari fyrir heimsfaraldri. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu stofnunar hjá Sameinuðu þjóðunum. Ójöfnuður grafi undan viðbrögðum við faröldrum, hvort sem er hjá einstökum þjóðum eða á alþjóðavísu og veldur því að faraldrar verða meira truflandi, banvænni og vara lengur.
Of algengt er að foreldrar langveikra barna örmagnist og endi jafnvel sem öryrkjar þegar börnin eru orðin fullorðin. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna.
Eftir tíu umferðir gæti það farið svo að nýliðar Sunderland sitji í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Til þess þarf liðið að vinna Everton í kvöld.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Kostnaður við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er mun hærri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Þetta bendir Róbert Ragnarsson stjórnsýslufræðingur og fyrrum bæjarstjóri Grindavíkur á, í viðtali á vísi um helgina og bætir við að það sé áhugavert að stærsta stjórnsýslueining landsins skuli ekki ná að nýta stærðarhakvæmni sína til að auka skilvirkni og hagræði. Róbert Ragnarsson kom til okkar.
Við ræddum uppbyggingu í Eyjum, atvinnuhorfur og samgöngumál við Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í þættinum.
Voru allir hér er heimildarmynd um 100 ára sögu framhaldsskólans á Laugum.
Myndin verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld og Búi Baldvinsson framleiðandi og Ottó Gunnarsson leikstjóri kíktu til okkar.
Íslenska máltæknifyrirtækið Bara tala kynnti á dögunum norska útgáfu lausnarinnar undir heitinu Bare si det. Opnunarviðburðurinn fór fram í sendiherrabústað íslands í Osló í tengslum við Oslo Innovation week. En hvað þýðir þetta fyrir þennan stafræna íslenskukennara sem er að því virðist að færa út kvíarnar. Jón Gunnar Þórðarson, stofnandi og framkvæmdastjóri Bara tala kom til okkar.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta keppti tvo leiki við þýska landsliðið á dögunum, fyrri leikurinn tapaðist illa áðan sá seinni vanst í gær. Þorkell Gunnar Sigubjörnsson handbolta sérfræðingur og íþróttafréttamaður rýndi aðeins í liðið með okkur. Nú þegar rúmir 2 mánuðir eru til næsta stórmót.
Fréttir
Fréttir
Hundruð milljóna króna voru sviknar út úr fjármálastofnunum vegna kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið.
Miðflokkurinn eykur fylgi sitt um nærri fimm prósentustig á milli mánaða, í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Samfylking dalar, sem og Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur ekki verið minni á kjörtímabilinu.
Forseti Lettlands hefur sent lög um að landið dragi sig úr Istanbúl-sáttmálanum aftur til þingsins. Sáttmálinn krefst þess að aðildarríki þrói lög og stefnu sem miða að því að binda enda á heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum.
Deilt var um húsnæðisaðgerðir ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag.
Kosningaeftirlitsmenn í Tansaníu efast um að forsetakosningarnar þar á miðvikudag hafi farið eðlilega fram. Sitjandi forseti, sem var settur í embætti í dag, fékk tæp 98% atkvæða.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þrátt fyrir að í vopnahléssamkomulaginu sé kveðið á um óhindrað streymi lífsnauðsynlegra hjálpargagna inn á Gaza, þar á meðal grundvallarnæringar fyrir börn sem soltið hafa heilu hungri mánuðum saman, þá er raunveruleikinn annar, segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi sem er nýkomin frá Palestínu.
Um 100 starfsmenn hjá fimm stærstu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið áminntir fyrir brot í starfi og 20 hefur verið sagt upp að undangenginni áminningu. frá 2022. Nær 18.000 starfa hjá sveitarfélögunum.
Undanfarna mánuði hafa á sjöunda tug manna fallið í árásum bandaríska hersins á báta í Karíba- og Kyrrahafi undan ströndum Mexikó, síðast þrír um helgina. Hernaðarviðbúnaður Bandaríkjanna í og við Karíbahaf hefur stóraukist undanfarna mánuði og hefur aldrei verið meiri, Bandaríkjaforseti talar um stríð við eiturlyfjasmyglara en greinendur telja margir að olía sé rótin.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Bríet - Cowboy killer.
JEFF BUCKLEY - Last Goodbye.
Lily Allen - Madeline
Of Monsters and Men - Tuna In a Can.
NOAH AND THE WHALE - L.I.F.E.G.O.E.S.O.N..
Richard Ashcroft - Lovin' You.
Slowdive - Sugar for the pill
Tame Impala - Dracula.
BLUR - Stereotypes.
Charlatans - Deeper and Deeper.
Dave, Tems - Raindance
MS Dynamite - Dy-na-mi-tee.
Digital Ísland - Eh plan?.
Artemas - Superstar.
Dizzee Rascal, Armand Van Helden - Bonkers
Izleifur - Vera hann.
RAYE - WHERE IS MY HUSBAND!.
Gwendoline Christie, Sleaford Mods, Big Special - The good life.
Geese - Cobra.
THE BEATLES - Here Comes The Sun.
Stereophonics - Colours Of October.
Blondshell, Gigi Perez - Arms.
Hozier, Mumford and Sons - Rubber Band Man.
Jasmine.4.t - Guy Fawkes Tesco Dissociation
Haim, Bon Iver - Tie you down
Sycamore tree - Forest Rain.
Cigarettes After Sex - The Crystal Ship.
Depeche Mode - In The End (from the Memento Mori Sessions).
Cell 7 - Stay right here.
Taylor Swift- The Fate of Ophelia.
Hayley Williams - Parachute.
Turnstile - I CARE.
U2 - A Sort Of Homecoming.
Courtney Barnett - Stay In Your Lane.
Bahamas - The Bridge.
EDWARD SHARPE & THE MAGNETIC ZEROS - Home.
Sam Fender, Elton John - Talk To You
Bruce Springsteen - The Goast of Tom Joad
54 Ultra - Heaven Knows
Tatjana, Birnir - Efsta hæð
DJ Seinfeld, Confidence Man - The Right
James Hype - Waterfalls
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Í Plötu vikunnar förum við í nýjustu breiðskífu The Vintage Caravan, Portals, sem er nýkomin út. Platan var tekin upp í Porto í Portúgal í október 2024, á tape í fyrsta sinn, og hljóðmyndin er bæði tilraunakennd og undir áhrifum frá þeirra klassíska retro-/prog-rokki. Við ætlum að spjalla við þá um hvernig þetta verk varð til ásamt því að fara örlítið yfir ferilinn og hvers vegna það er svona gaman að vera í hljómsveit.

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.
Við kíkjum á nýlegar útgáfur í þættinum ásamt því að heyra í tónlistarkonunni knackered sem er að gefa út sína fyrstu stuttskífu á dögunum ásamt því að fara að spila á Iceland Airwaves.
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
Amor Vincit Omnia - Rvk Amour
Countess Malaise - All I think about is
Krassoff - Stanslaust Suð (Dansútgáfa)
tomi g - ROF
lára - þekki ekki
MOTET - Block of Sound
knackered - rubbr thr0n
knackered - chatbot slang
knackered - hot and bothrd (depression talking)
knackered - luv uUu
knackered - 3v3n th0
Iðunn Snædís - I Wrote a Letter on Sandpaper