07:03
Morgunvaktin
Íbúðahverfi rís á Kringlureit, kosningar í Hollandi og atkvæðamisvægi
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

420 íbúða hverfi mun rísa á Kringlureitnum svonefnda. Fasteignafélagið Reitir stendur að framkvæmdinni. Rífa þarf bygginguna sem hýsti ritstjórn Morgunblaðsins á sínum tíma en prentsmiðjuhúsið mun standa og verður menningar- og samkomuhús. Guðni Aðalsteinsson og Birgir Þór Birgisson hjá Reitum sögðu frá áformunum.

Nýafstaðnar kosningar og stjórnarmyndun í Hollandi var helsta umfjöllunarefni Björns Malmquist fréttamanns í Brussel. Hann sagði einnig frá fjárlagagerð Evrópusambandsins og fór lauslega yfir stjórnmálaástandið í Frakklandi.

Dómsmálaráðherra áformar að draga úr atkvæðamisvægi og hefur skipað nefnd sem ætlað er að semja frumvarpsdrög þar um. Ráðherra segir um mannréttindamál að ræða. Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri, benti nýverið á í grein á vef H.A. að samkvæmt sáttmálum og dómum sé atvkæðamisvægi ekki mannréttindabrot, pólitísk sjónarmið geti hins vegar ráðið hvernig atkvæðavægi sé háttað.

Tónlist:

Medley - Pat Metheny,

Hún hring minn ber - Vilhjálmur Vilhjálmsson og hljómsv. Magnúsar Ingimarssonar.

Are you going with me? - Pat Metheny Group.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,