16:05
Víðsjá
Nýir félagsbústaðir, Allt sem við hefðum getað orðið og arkitektúr og heilsa
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Á dögunum kom út skáldsagan Allt sem við hefðum getað orðið, eftir rithöfundinn og blaðakonuna Sif Sigmarsdóttur. Aðalpersónur sögunnar eru þrjár konur af ólíkri kynslóð sem hver um sig horfist í augu við eigið val og drauma í lífinu. Sagan er að nokkru byggð á ævi Annie Leifs, fyrstu eiginkonu Jóns Leifs, en Sif kemur í hljóðstofu og segir okkur nánar af bókinni. Þess utan verðum við með hugann við arkitektúr í þætti dagsins. Við heimsækjum nýja félagsbústaði við Háteigsveg og ræðum þar við Arnhildi Pálmadóttur, arkitekt, en húsið er tilnefnt til hönnunarverðlauna Íslands sem verða afhent á fimmtudag. Óskar Arnórsson flytur auk þess sinn ellefta pistil um arkitektúr og fjallar að þessu sinni um arkitektúr og heilsu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,