22:07
Mannlegi þátturinn
Katla smörrebrauðsjómfrú, örmagna heilbrigðisstarfsfólk og Þór lesandi vikunnar
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Katla Gunnarsdóttir er það sem kallað er smörrebrauðsjómfrú að mennt. Frá því hún lauk sveinsprófi hefur hún starfað á frokostveitingastaðnum Tívolíhallen í eigu smörrebrauðsjómfrúnnar Helle Vogt, en hún rekur eldhúsið uppá gamla mátann með klassísku smörrebrauði og dönskum réttum. Katla er þessa dagana með annan fótinn á landinu en hún er meðal annars að bíða eftir leyfi frá Reykjavíkurborg í samstarfi við veitingastaðinn Hosiló um að opna klassískan Smörrebrauðsstað í Safnahúsinu á Hverfisgötunni. Katla sinnir líka meistaraverkefni frá DTU í Kaupmannahöfn en þar kemur síld við sögu. Við spjölluðum við Kötlu í þættinum.

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum heldur reglulega námskeið fyrir sjúkraliða og annað fagfólk í heilbrigðisgeiranum, en í lok þeirra spyrja þau þáttakendur hvaða námskeið þau myndu vilja að MSS stæði fyrir næstu önn. Óskanámskeið talsvert margra var námskeiðið „Örmagna heilbrigðisstarfsfólk“. Og það er skemmst frá því að segja að námskeiðið hefur verið sett á um miðjan nóvember og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, leiðbeinandi á námskeiðinu, var hjá okkur í dag og sagði frá námskeiðinu og örmagna heilbrigðisstarfsfólki.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þór Tulinius, leikari, leikstjóri, leikskáld, leiðsögumaður og nú rithöfundur. Við fengum hann til að segja okkur frá nýrri skáldsögu sinni, Sálnasafnarinn, og svo auðvitað því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þór talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Ilmurinn eftir Patrick Suskind

Jötunsteinn e. Andra Snær Magnússon

Bók vikunnar e. Snæbjörn Arngrímsson

Í skugga trjánna e. Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Samuel Beckett og Harold Pinter

Tónlist í þættinum í dag:

Sjóddu frekar egg / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)

Begin the Beguin / Ella Fitzgerald (Cole Porter)

The Sun Ain’t Gonna Shine Anymore / The Walker Brothers (Bob Crewe & Bob Gaudio)

I'll Come Running Back to You / Sam Cooke (Sam Cooke)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,