10:15
Tilraun sem stóð í þúsund ár
Þáttur fimm: Vísindi á miðöldum, nasistar og hreppstjórinn
Tilraun sem stóð í þúsund ár

Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til að taka sig saman um að yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga — landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.

Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.

Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.

Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Eitt merkasta framlag Íslendinga til raunvísinda á miðöldum voru rannsóknir Stjörnu-Odda. Þær vöktu heimsathygli og nutu hylli stjörnufræðinga sem voru í miklum metum hjá háttsettum mönnum innan þýska nasistaflokksins. Viðmælendur í þættinum eru: Baldvin Bjarnason og Þorsteinn Vilhjálmsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 44 mín.
,