Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Páskahátíðin er fram undan og þátturinn tekur sumpart mið af því.
Síðustu vikur hafa Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verið lesnir hér á Rás 1, venju samkvæmt. Lokalestur verður á laugardagskvöld. Sigurður Skúlason leikari les að þessu sinni – hann kom til okkar og spjallaði vítt og breitt um þennan magnaða kveðskap sálmaskáldsins um þjáningu krists.
Bæði hefðbundin og óhefðbundin dagskrá var sömuleiðis í þætti dagsins. Hefðbundið er að Borgþór Arngrímsson komi til okkar og segi frá því sem er efst á baugi í Danmörku. Hann gerði það eftir morgunfréttir.
Óhefðbundið er hins vegar að leika sígilda tónlist milli hálf átta og átta. En það gerðum við í dag. Magnús Lyngdal valdi fyrir okkur nokkur verk að leika – verk sem hann hefur fjallað um í föstudagsspjalli um sígilda tónlist og leikið brot úr - við heyrum þau, eða viðkomandi kafla, í heild.
Tónlist:
Björgvin Halldórsson - Ég fann þig.
Sigrún Hjálmtýsdóttir - Vikivaki.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í dag er síðasti virki dagurinn fyrir páska, því ákváðum við að fá ekki föstudagsgest, heldur miðvikudags-föstudags-páskagest. Logi Bergmann Eiðsson hefur nú búið í Washington í um það bil 8 mánuði, en eiginkona hans, Svanhildur Hólm Valsdóttir, er sendiherra Íslands þar. Við spurðum hann út í dvölina í Washington, fórum með honum aftur í tímann og í gegnum ferilinn og lífið á handahlaupum til dagsins í dag.
Það eru margir sem ætla að matreiða lambakjöt um páskana og oft verða lærin fyrir valinu. Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari kom svo til okkar og fór með okkur yfir það hvernig á að elda hið fullkomna páskalamb.
Tónlist í þættinum í dag:
Sjóddu frekar egg / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)
Þá kemur þú / Nýdönsk (Björn Jörundur Friðbjörnsson)
I Don’t Wanna Hear About It / Maggie Antone (Maggie Antone & Carol Karpinen)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Óhagnaðardrifin íbúðafélög eru nauðsynleg til að tekjulágt fólk hafi þak yfir höfuðið, segir forseti ASÍ. Hundruð fjölskyldna njóti góðs af niðurgreiðslu íbúða. Stefna Reykjavíkurborgar sé meginástæða húsnæðisvandans.
Langdrægar stýriflaugar sem Úkraínumenn hafa lengi beðið Þjóðverja um gætu verið á leiðinni innan skamms. Verðandi kanslari Þýskalands segist tilbúinn að stíga þetta skref í samráði við önnur Evrópuríki.
Íslendingar hafa tapað tugum þúsunda króna á svikasíðum sem virðast bjóða upp á rafrænt ferðaleyfi til Bretlands. Utanríkisráðuneytið hvetur fólk til að vera á varðbergi.
Lögbundin skilgreining á konu í breskum mannréttindalögum er að hafa fæðst sem kona. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Bretlands í máli sem skosk kvenréttindasamtök höfðuðu.
Samdráttur gæti orðið í íslenskri ferðaþjónustu á árinu vegna sviptinga í alþjóðaviðskiptum. Minnkandi áhugi Evrópubúa á ferðum til Bandaríkjanna hefur áhrif, en hagfræðingur segir að það geti líka skapað tækifæri.
Fjölsótt samverustund var í gær í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra vegna bílslyss við Hofsós fyrir helgi. Þrír drengir af fjórum sem fluttir voru á gjörgæslu eftir slysið hafa verið útskrifaðir þaðan.
Hakkarar settu upptökur sem gerðu grín að Elon Musk og Mark Zuckerberg í gangbrautarljós í Kaliforníu. Ekki er vitað hverjir stóðu á bak við það.
Austfirðingar eiga fulltrúa í efstu deild kvenna í fótbolta í fyrsta sinn í 30 ár. Rósey Björgvinsdóttir fyrirliði liðsins segir mikla spennu í samfélaginu.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Íslensk stjórnvöld sendu sextán ára gamlan dreng frá Kolumbíu í lögreglufylgd til heimalands síns í október í fyrra. Hann var sendur úr landi ásamt föður drengsins sem hafði beitt hann ofbeldi og afsalað sér forræði yfir honum.
Drengurinn bjó einn á götunni í höfuðborg Kólumbíu, Bogatá, í einn mánuð eftir komuna til landsins þar sem faðir hans yfirgaf hann samstundis.
Bogatá er ein hættulegasta borg í heimi og var drengurinn á vergangi þar og svaf meðal annars í neyðarskýlum og á götunni þar til íslenskur velgjörðarmaður hans sótti hann til Kolumbíu í nóvember og kom með hann aftur til Íslands. Drengurinn heitir Oscar Anders Bocanegra Florez og verður 17 ára þann 19. Apríl.
Útlendingastofnun hefur nú ákveðið að senda Oscar aftur til Kólumbíu þar sem hann á engan að.
Oscar býr hjá Svavari Jóhannssyni og Sonju Magnúsdóttur og vilja þau að hann geri það áfram og hann vill búa hjá þeim. Samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar þarf hann hins vegar að yfirgefa Ísland fyrir 22. apríl.
Oscar segir að glæpasamtök í Kólumbíu séu á eftir honum og vilji drepa hann vegna þess að þau telja að faðir hans skuldi þeim peninga. Þess vegna vill hann alls ekki fara aftur til Kólumbíu.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Margrét Þórhildur Danadrottning fagnar 85 árum í dag með sínum nánustu í Fredensborgarhöll - og í morgun hyllti lúðrasveit konunglegu lífvarðasveitarinnar drottningu á tröppum hallarinnar.
Guðný Laxdal, sem heldur úti samfélagsmiðlum undir nafninu Royal Icelander, kemur til okkar og ræðir líf og störf þessarar merku konu, sem sat lengst í valdastóli allra þjóðhöfðingja Dana.
Við ræðum líka við Albert Eiríksson matarbloggara og mannasiðafrömuð um páskamannasiði og hvernig hægt sé að borða páskaegg á smekklegan hátt.
Í vísindaspjallinu leiðir Edda Olgudóttir okkur í allan sannleika um erfðabreytingatækni.
Lög í þættinum í dag:
Rasmus Seebach - Love song
Carla Bruni - Notre Grand amour est mort.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Smits, Koen, Vliet, Jeroen van, Gulli Gudmundsson - Heyr, himna smiður.
Ragnhildur Gísladóttir, Tómas R. Einarsson - Þú kysstir mína hönd.
Roach, Max, Gillespie, Dizzy, Brown, Ray, Peterson, Oscar, Getz, Stan, Ellis, Herb - It's the talk of the town.
Miller, Glenn and his Orchestra, Eberle, Ray - It's a blue world.
Nordic Quintet, The - Pav.
Kvintett Red Garland - What is there to say.
Pétur Grétarsson - PG Hle?stef 1.
Christy, June - Midnight sun.
Henderson, Joe, Harris, Barry, Morgan, Lee, Higgins, Billy, Cranshaw, Bob - Gary's notebook.
Óskar Guðjónsson, Jorge Rossy og Thomas Morgan - Bye, Bye Blackbird.
Salamon, Guy - Megalomaniacs (bonus track).
Tónlist og talmálsliðir úr safni útvarpsins.
Í þættinum er m.a. fjallað um hrafninn í tali og tónum. Flutt er brot úr erindi sem Sigurður Bjarnason frá Vigur, fyrrum alþingismaður og sendiherra, flutti í útvarp árið 1961 um hrafninn og kynni hans af krumma. Hann fangaði hrafnsunga á skólaárum sínum og tamdi þannig að hann varð heimilisvinur íbúanna í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Sigurður vitnar einnig í þjóðsögur um hrafna og flytur ljóð Jóhanns Jónsssonar skálds um hrafninn: Vögguvísur um krumma.
Umsjónarmaður: Jónatan Garðarsson.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Anna María Tómasdóttir leikstjóri vill hafa húmor í leikhúsi. Það er ekki nauðsynlegt að vera í hláturskasti allan tímann, en það verður að vera eitthvað fyndið. Hún vill sjá fleiri íslensk leikrit, því þau eru það besta, og henni þætti einnig sniðugt ef Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið myndu stilla saman strengi sína. En fyrst og fremst vantar hér leiksvið.
LucasJoshua er 17 ára gamall raftónlistarmaður. Hann hlaut verðlaunin Rafheili Músíktilrauna í ár. Þórður Ingi Jónsson sló á þráðinn til hans.
Salóme Katrín Magnúsdóttir er í bíl á leiðinni vestur og í dag kom út lagið hennar Always and forever. Una Schram spjallar við Salóme um Aldrei fór ég suður, sem fer fram um páskana á Ísafirði.
Fréttir
Fréttir
Það er ekki í lagi að rannsókn á stóru samkeppnislagabroti fyrnist hjá embætti héraðssaksóknara af því að ekki var til mannafli til að sinna rannsókninni. Þetta segir dómsmálaráðherra sem ætlar að funda með bæði héraðssaksóknara og forstjóra samkeppniseftirlitsins um málið.
Hringvegurinn er lokaður um Mývatns- og Möðrudalsöræfi og alla leið í Egilsstaði. Fjórar björgunarsveitir á Norðausturlandi voru kallaðar út síðdegis vegna tuga bíla sem sitja fastir á milli Mývatns og Egilsstaða.
Síhækkandi raforkuverð veldur grænmetisbændum erfiðleikum og margir gætu þurft að bregða búi að óbreyttu segir garðyrkjubóndi í Þingeyjasýslu.
Tengsl eru á milli áfengisneyslu og heilabilunar og neysla á áfengi getur ýtt undir aðra áhættuþætti eins og þunglyndi og félagslega einangrun. Áfengisneysla meðal eldra fólks hefur aukist og öldrunarlæknir segir nauðsynlegt að vekja fólk til umhugsunar um áhrif áfengis.
Steindór Andersen kvæðamaður er látinn, sjötugur að aldri. Hann þótti með bestu kvæðamönnum og opnaði heim rímna og kvæðasöngs fyrir yngri kynslóðum.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir stjórnvöld getað gripið til margra aðgerða í baráttu sinni gegn skipulagðri brotastarfsemi; fjölga lögreglumönnum, efla fræðslu og auka heimildir lögreglu. Hún viðurkennir að staðan í fangelsismálum sé mjög slæm og það séu eins röng skilaboð og hugsast getur þegar maður hlýtur dóm en þarf aldrei að sitja hann af sér. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við hana.
Ef ekki verður gripið inn í sífelldar hækkanir á rafmagni er viðbúið að margir garðyrkjubændur gefist upp fyrr en seinna. Þetta segir Páll Ólafsson garðyrkjubóndi norður í Þingeyjarsýslu sem borgaði 90 milljónir í rafmagn í fyrra. Hann býst við 125 milljóna króna rafmagnsreikningi í ár. Ágúst Ólafsson ræðir við Pál.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Aðeins 17 ára gamall var Sheku Kanneh -Mason valinn Ungur tónlistarmaður ársins hjá BBC árið 2016. Stjarna hans hefur síðan risið stöðugt á hinum alþjóðlega tónlistarhimni. Hann tekst á við sellókonsert eftir Dmitri Shostakovitsj á þessum tónleikum frá Köln.
Og rísandi stjarna óperuheimsins er Miriam Khalil sem flytur á þessum tónleikum brot úr óperu eftir Karim Al-Zand (1970) - Al Hakawati.
Einnig hljómar sinfónísk svíta Rimsky-Korsakovs op 35. Schecerazade.
Cristian Măcelaru stjórnar sinfóníuhljómsveit vestur þýska útvarpsins í Köln.
Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Margrét Þórhildur Danadrottning fagnar 85 árum í dag með sínum nánustu í Fredensborgarhöll - og í morgun hyllti lúðrasveit konunglegu lífvarðasveitarinnar drottningu á tröppum hallarinnar.
Guðný Laxdal, sem heldur úti samfélagsmiðlum undir nafninu Royal Icelander, kemur til okkar og ræðir líf og störf þessarar merku konu, sem sat lengst í valdastóli allra þjóðhöfðingja Dana.
Við ræðum líka við Albert Eiríksson matarbloggara og mannasiðafrömuð um páskamannasiði og hvernig hægt sé að borða páskaegg á smekklegan hátt.
Í vísindaspjallinu leiðir Edda Olgudóttir okkur í allan sannleika um erfðabreytingatækni.
Lög í þættinum í dag:
Rasmus Seebach - Love song
Carla Bruni - Notre Grand amour est mort.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í dag er síðasti virki dagurinn fyrir páska, því ákváðum við að fá ekki föstudagsgest, heldur miðvikudags-föstudags-páskagest. Logi Bergmann Eiðsson hefur nú búið í Washington í um það bil 8 mánuði, en eiginkona hans, Svanhildur Hólm Valsdóttir, er sendiherra Íslands þar. Við spurðum hann út í dvölina í Washington, fórum með honum aftur í tímann og í gegnum ferilinn og lífið á handahlaupum til dagsins í dag.
Það eru margir sem ætla að matreiða lambakjöt um páskana og oft verða lærin fyrir valinu. Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari kom svo til okkar og fór með okkur yfir það hvernig á að elda hið fullkomna páskalamb.
Tónlist í þættinum í dag:
Sjóddu frekar egg / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)
Þá kemur þú / Nýdönsk (Björn Jörundur Friðbjörnsson)
I Don’t Wanna Hear About It / Maggie Antone (Maggie Antone & Carol Karpinen)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Anna María Tómasdóttir leikstjóri vill hafa húmor í leikhúsi. Það er ekki nauðsynlegt að vera í hláturskasti allan tímann, en það verður að vera eitthvað fyndið. Hún vill sjá fleiri íslensk leikrit, því þau eru það besta, og henni þætti einnig sniðugt ef Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið myndu stilla saman strengi sína. En fyrst og fremst vantar hér leiksvið.
LucasJoshua er 17 ára gamall raftónlistarmaður. Hann hlaut verðlaunin Rafheili Músíktilrauna í ár. Þórður Ingi Jónsson sló á þráðinn til hans.
Salóme Katrín Magnúsdóttir er í bíl á leiðinni vestur og í dag kom út lagið hennar Always and forever. Una Schram spjallar við Salóme um Aldrei fór ég suður, sem fer fram um páskana á Ísafirði.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og stjórnarformaður Faxaflóahafna, verður gestur minn í upphafi þáttar þegar við ræðum komu skemmtiferðaskipa hingað til lands og stefnu í þeim málum.
Vígdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sagði í yfirlýsingu í tilefni 95 ára afmælis síns í gær að hún óski sér þess heitast að þjóðin standi vörð um náttúruna og íslenska tungu. Við ætlum að ræða íslenska náttúru og stöðu náttúruverndar við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formann Landverndar.
Í gær ræddi ég við Davíð Þór Jónsson, prest, um fermingar og aukinn áhuga ungs fólks á kirkjunni. Við höldum umræðunni áfram og ræðum við Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, formann Siðmenntar, um borgaralegar fermingar í ár og unga fólkið.
Veitingafólkið Ólafur Örn Ólafsson og Júlía Sif Ragnarsdóttir ræða við mig um páskamatinn í ár.
Andri Hrafn Sigurðsson, sálfræðingur, verður gestur minn eftir fréttayfirlitið hálf níu en hann skrifaði grein þar sem hann spurði hvort fótbolti væri að verða vélmennafótbolti. Ég ræði við hann um áhættur og sjálfstæði í íþróttum og uppeldi.
Hægjast mun verulega á vexti olíueftirspurnar á heimsvísu samkvæmt nýrri spá Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar. Ég ræði við Björn Kristjánsson, sérfræðing hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, um áhrifin hér heima.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Eins og flestir vita þá er framundan séreideilis prýðilegt páskafrí og nokkuð létt yfir hlustendum.
Fengum við því hlustendur til þess að senda okkur tillögur af "frílögum" á lagalista fólksins.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-16
Tvíhöfði - Páskatíð (Live Síðdegisútvarpið).
THE WATERBOYS - The Whole Of The Moon.
TODMOBILE - Ég Geri Allt Sem Þú Villt.
THE SPECIAL A.K.A. - Nelson Mandela.
Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.
Steinunn Jónsdóttir - Stiklað á stóru.
Miley Cyrus - Wrecking ball.
KALEO - Glass House (Live - Aldrei fór ég suður 2014).
MUGISON - Gúanóstelpan (Live - Aldrei fór ég suður 2014).
HELGI BJÖRNS & STÓRSVEIT VESTFJARÐA - Halló ég elska þig (Live - Aldrei fór ég suður 2014).
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir - Barnagælur.
KALEO - Glass House (Live - Aldrei fór ég suður 2014).
The Wannadies - You and me song.
MADONNA - Ray Of Light.
Mono Town - The Wolf.
Retro Stefson - Glow.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
TRÚBROT - Án Þín.
Malen, Sigrún Stella Haraldsdóttir - If we could go back in time.
Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.
THE PRODIGY - No Good.
BRYAN ADAMS - Summer Of '69.
Inspector Spacetime - Hlaupasting.
CeaseTone - Only Getting Started.
PUBLIC ENEMY FEAT. STEPHEN STILLS - He Got Game.
RAKEL OG KÁRI - I don't know who you are.
THE BELOVED - Satellite.
DUSTY SPRINGFIELD - Spooky.
BLANCHE - City lights (Eurovision 2017 - Belgía).
CHAKA KHAN - Like Sugar.
SUMARGLEÐIN - Ég fer í fríið.
SUPERTRAMP - It's Raining Again (80).
MUGISON - Stingum Af.
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Vor Í Vaglaskógi.
Ylja - Á rauðum sandi.
MC Miker G. & DJ Sven - Holiday Rap.
Lindsey Buckingham - Holiday Road.
BONEY M - Rasputin.
BELLE & SEBASTIAN - Another Sunny Day.
SEX PISTOLS - Holidays In The Sun.
PRINS PÓLÓ - París Norðursins.
PETULA CLARK - Downtown.
SPRENGJUHÖLLIN - Keyrum yfir Ísland.
BOBBY MCFERRIN - Don't Worry, Be Happy.
WHAM! - Freedom.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Óhagnaðardrifin íbúðafélög eru nauðsynleg til að tekjulágt fólk hafi þak yfir höfuðið, segir forseti ASÍ. Hundruð fjölskyldna njóti góðs af niðurgreiðslu íbúða. Stefna Reykjavíkurborgar sé meginástæða húsnæðisvandans.
Langdrægar stýriflaugar sem Úkraínumenn hafa lengi beðið Þjóðverja um gætu verið á leiðinni innan skamms. Verðandi kanslari Þýskalands segist tilbúinn að stíga þetta skref í samráði við önnur Evrópuríki.
Íslendingar hafa tapað tugum þúsunda króna á svikasíðum sem virðast bjóða upp á rafrænt ferðaleyfi til Bretlands. Utanríkisráðuneytið hvetur fólk til að vera á varðbergi.
Lögbundin skilgreining á konu í breskum mannréttindalögum er að hafa fæðst sem kona. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Bretlands í máli sem skosk kvenréttindasamtök höfðuðu.
Samdráttur gæti orðið í íslenskri ferðaþjónustu á árinu vegna sviptinga í alþjóðaviðskiptum. Minnkandi áhugi Evrópubúa á ferðum til Bandaríkjanna hefur áhrif, en hagfræðingur segir að það geti líka skapað tækifæri.
Fjölsótt samverustund var í gær í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra vegna bílslyss við Hofsós fyrir helgi. Þrír drengir af fjórum sem fluttir voru á gjörgæslu eftir slysið hafa verið útskrifaðir þaðan.
Hakkarar settu upptökur sem gerðu grín að Elon Musk og Mark Zuckerberg í gangbrautarljós í Kaliforníu. Ekki er vitað hverjir stóðu á bak við það.
Austfirðingar eiga fulltrúa í efstu deild kvenna í fótbolta í fyrsta sinn í 30 ár. Rósey Björgvinsdóttir fyrirliði liðsins segir mikla spennu í samfélaginu.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Fjölmargir nýta páskafríið í að fara til útlanda. Það var mikið að gera í flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun og ganga sumir svo langt að segja að þar hafi ríkt örtröð. Anna Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri þjónustu og rekstrar hjá ISAVIA var á línunni hjá okkur.
Rýnirinn okkar Ragnar Eyþórsson fjallaði um hvað skal horfa á í Páskafríinu.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ er búin að skora á Jón Pál bæjarstjóra Bolungarvíkur í sprettgöngu á setningu skíðavikunnar. Sigríður sagði okkur frá því.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaðurinn Bergur Vilhjálmsson mun í sumar ganga frá Goðafossi til Reykjavíkur, yfir hrjóstrugar víðáttur Sprengisands, með 100 kílóa kerru í eftirdragi. Markmiðið er að vekja athygli á andlegri heilsu og safna fé fyrir Píeta-samtökin. Kvikmyndagerðamenn munu fylgja Bergi í ferðalaginu og verður gerð heimildarmynd um átakið sem ber heitið Skrefið. Bergur Vilhjálmsson og Teitur Magnússon leikstjóri komu til okkar.
Við hringdum til Brasilíu og heyrðum í braselíumanni sem hefur lært íslensku að sjálfsdáðum. Pedro Ebeling de Carvalho var á línunni hjá okkur.
Fréttir
Fréttir
Það er ekki í lagi að rannsókn á stóru samkeppnislagabroti fyrnist hjá embætti héraðssaksóknara af því að ekki var til mannafli til að sinna rannsókninni. Þetta segir dómsmálaráðherra sem ætlar að funda með bæði héraðssaksóknara og forstjóra samkeppniseftirlitsins um málið.
Hringvegurinn er lokaður um Mývatns- og Möðrudalsöræfi og alla leið í Egilsstaði. Fjórar björgunarsveitir á Norðausturlandi voru kallaðar út síðdegis vegna tuga bíla sem sitja fastir á milli Mývatns og Egilsstaða.
Síhækkandi raforkuverð veldur grænmetisbændum erfiðleikum og margir gætu þurft að bregða búi að óbreyttu segir garðyrkjubóndi í Þingeyjasýslu.
Tengsl eru á milli áfengisneyslu og heilabilunar og neysla á áfengi getur ýtt undir aðra áhættuþætti eins og þunglyndi og félagslega einangrun. Áfengisneysla meðal eldra fólks hefur aukist og öldrunarlæknir segir nauðsynlegt að vekja fólk til umhugsunar um áhrif áfengis.
Steindór Andersen kvæðamaður er látinn, sjötugur að aldri. Hann þótti með bestu kvæðamönnum og opnaði heim rímna og kvæðasöngs fyrir yngri kynslóðum.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir stjórnvöld getað gripið til margra aðgerða í baráttu sinni gegn skipulagðri brotastarfsemi; fjölga lögreglumönnum, efla fræðslu og auka heimildir lögreglu. Hún viðurkennir að staðan í fangelsismálum sé mjög slæm og það séu eins röng skilaboð og hugsast getur þegar maður hlýtur dóm en þarf aldrei að sitja hann af sér. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við hana.
Ef ekki verður gripið inn í sífelldar hækkanir á rafmagni er viðbúið að margir garðyrkjubændur gefist upp fyrr en seinna. Þetta segir Páll Ólafsson garðyrkjubóndi norður í Þingeyjarsýslu sem borgaði 90 milljónir í rafmagn í fyrra. Hann býst við 125 milljóna króna rafmagnsreikningi í ár. Ágúst Ólafsson ræðir við Pál.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred


Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Snorri Helgason - Ein alveg.
Royel Otis - Murder on the Dancefloor
Say She She, Francis, Neal - Broken Glass.
Lizzo - Still Bad.
Anderson .Paak, Mac Miller - Dang!
Leon Bridges - Laredo.
THE WHITE STRIPES - Were Going To Be Friends.
Bebe Stockwell - Minor Inconveniences.
RADIOHEAD - Exit Music (For a Film).
Gigi Perez - Chemistry.
Self Esteem - If Not Now, It's Soon.
Warmland - The Very End of the End (The Beginning of Something Great).
Daði Freyr Pétursson - I don't wanna talk.
Jenny Hval - The artist is absent (89 seconds rewrite).
Sonny Fodera, Clementine Douglas - Tell Me.
The Vision ft Andreya Triana - Heaven
Jayda G - Feeling Alive.
Mary Jane Girls -All night long Mic Beatz remix
Laufey - Silver Lining.
ART DEPARTMENT PRESENTS MARTINA TOPLEY-BIRD ft MARK LANEGAN - Crystalised.
CMAT - Running/Planning.
Pulp - Spike Island.
Haim - Relationships.
Emmsjé Gauti, Króli - 10 Þúsund
Public Enemy - Fight the power.
Lucy Dacus, Hozier - Bullseye
Velvet Underground - Oh sweet nuthin'.
Jónfrí - 23.
Tennis hljómsveit - At The Wedding (bonus track).
Steinunn Jónsdóttir - Stiklað á stóru.
Congos - Fisherman
Stereolab - Aerial Troubles
Turnstile - Never Enough
Raveonettes - Killer in the Street
Momma - Rodeo
Arctic Monkeys - The View From the Afternoon
Soft Play ft Kate Nash - Slushy
Purrkur Pillnikk - Gluggagægir
Wet Leg - Catch These Fists
Fontaines DC - Big
The Hives - Enough Is Enough

Umsjón: Andrea Jónsdóttir.