20:40
Brot úr íslenskri menningarsögu
Allir krakkar, allir krakkar eru í rokkandroll...
Brot úr íslenskri menningarsögu

Þáttaröðin Brot úr íslenskri menningarsögu er unnin í samstarfi Rásar 1 og námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. (Áður á dagskrá 2008)

Umsjón: Eggert Þór Bernharðsson

Fjallað er um upphaf rokksins á Íslandi um miðjan sjötta áratug 20. aldar. Í þættinum er rætt við Gest Guðmundsson, félagsfræðing um hvernig rokkið barst um landið, hvernig því var tekið, og Jónas Jónasson, útvarpsmann sem var annar tveggja umsjónarmanna óskalagaþáttar ungs fólks 1956 þar sem Elvis Presley var fyrst kynntur í ísl. útvarpi.

Lesari ásamt umsjónarmanni: Hugrún R. Hólmgeirsdóttir.

Er aðgengilegt til 12. apríl 2026.
Lengd: 30 mín.
e
Endurflutt.
,