Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Síðari þáttur um Afríkufílinn Jumbo, sem sló í gegn í dýragarðinum í Lundúnum á ofanverðri nítjándu öld, og var síðar fluttur til Bandaríkjanna í sirkus.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
Í þættinum er velt vöngum yfir bernskuhugtakinu. Lesið úr ýmsum bókum, s.s. Egils sögu, Grettissögu og bók Loft Guttormssonar um Bernsku, ungdóm og uppeldi á einveldisöld og frásagnir séra Jónasar frá Hrafnagili.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
Lesari: Viðar Eggertsson.

Veðurstofa Íslands.
Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til að taka sig saman um að yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga — landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.
Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Eitt merkasta framlag Íslendinga til raunvísinda á miðöldum voru rannsóknir Stjörnu-Odda. Þær vöktu heimsathygli og nutu hylli stjörnufræðinga sem voru í miklum metum hjá háttsettum mönnum innan þýska nasistaflokksins. Viðmælendur í þættinum eru: Baldvin Bjarnason og Þorsteinn Vilhjálmsson.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna voru Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Meðal annars var rætt um innflutningstolla Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, áhrif stefnu Bandaríkjastjórnar á stöðu hinsegin fólks, jafnréttismál og fleira.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Mannúðarvandi er hvergi meiri en á Gaza og í Súdan. Við förum þangað í Heimskviðum í dag. Helmingur þeirra rúmlega tveggja milljóna sem hafast við á Gaza eru börn. Fleiri en 50 þúsund hafa verið drepin á þeim átján mánuðum sem hafa liðið frá dagsetningunni örlagaríku, 7.október 2023. Greinendur og mannréttindasamtök telja reyndar að mun fleiri séu látin, líklega séu þúsundir líka undir rústunum sem finna má um alla Gaza-ströndina. Fleiri en 15 þúsund hinna látnu eru börn og Gaza er því líklega hættulegasti staður jarðar fyrir börn.
Svo förum við til Kartúm, höfuðborgar Súdans, sem var um mánaðamótin frelsuð úr höndum hersveita RSF sem náðu þar yfirráðum 2023. Hershöfðinginn Abdel Fattah al-Burhan hefur síðustu daga farið sigri hrósandi um borgina og sagt að núna sé hún loksins frjáls. Og íbúum sem hafa síðustu mánuði og misseri búið við ofríki og umsátur RSF-sveitanna er létt. En það breytist líklega ekki mikið fyrr en valdasjúkir hershöfðingjar gefa eftir völdin og skref í átt að lýðræði verða tekin. Annars verður bara meira af einræði, ofbeldi og kúgun.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Þegar myndlistarmaðurinn Halldór Úlfarsson bjó til hljóðfæri sem nota átti í listsýningu sá hann ekki fyrir að það yrði hans aðalstarf að sýsla með það sem síðar fékk heitið dórófónn. Tónskáldum sem semja fyrir dórófón og hljóðfæraleikurum sem spila á hann fjölgar sífellt og ljóst að dórófónninn lifir og mun lifa.
Lagalisti:
Óútgefið - Composition for halldorophone#5
Óútgefið - Febrúardagur
hér að neðan - Ég veit að þú ert
Any Other Place - see
Hommelen - Harmonic No. 1
Electroacoustic Works for Halldorophone - Nr.1 Omen In G

Tónlist úr ýmsum áttum
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Í þessum stutta þætti ætla ég að kynna mér sögu íslenskra lággjaldaflugfélaga. Í byrjun verður fjallað um lággjaldamodelið en seinna verður saga Iceland Express, Wow Air og framtíð Play tekin fyrir. Er markaður fyrir íslenskt lággjaldaflugfélag og er raunhæft að reka lággjaldaflugfélag frá Íslandi?
Umsjón: Viktor Már Birkisson
Mörg af helstu snilldarverkum stórsveita svingtímans hafa lengi verið ófáanleg , nema í misjöfnum diskaútgáfum ýmissa fyrirtækja, sem hafa nýtt sér að útgáfuréttur rennur út fimmtíu árum eftir hljóðritun, og hafa þá aðeins haft aðgang að útgefnu efni á lakk- og vínýlplötum.
Þetta er önnur þáttaröðin þar sem sótt er í gullkistu Mosaic og hér verður áfram fjallað um stórsveitirnar, einleikarana og söngvarana, sem heilluðu heimsbyggðina á gullaldarárum svingsins og seldu hljómplötur í hundruðum milljóna eintaka.
Umsjón: Vernharður Linnet
12. Þáttur.
Á árunum 1959 til 1962 hljóðritaði Roulette útgáfan fjölmarga tónleika með hljómsveit Count Basie, kenndri við Nýja testamentið. Við heyrum frá tónleikum í New York, Miami og Stokkhólmi þar sem hljómsveitin leikur ýmis þekktustu lög sín öðruvísi en venjulega. Sannarlega verðugur endir á annarri þáttaröinni um Sveifluna sem sigraði heiminn.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Ross, Joel - With whom do you learn trust?.
Ludvig Kári Quartet - Flameout.
Thor Wolf - Hotel Akureyri.
Foster, Ruthie - Slow Down.
KK, Karl Olgeirsson - Vefðu mig örmum húmið blítt.
Lars Jansson Trio, Sigurður Flosason - Stillness in the storm.
Fitzgerald, Ella, Count Basie and his Orchestra, Basie, Count - On the sunny side of the street.
Miles Davis Orchestra, Davis, Miles - The Buzzard song.
Duke Ellington & John Coltrane - My little brown book.
Kári Egilsson Band - The Old Streets.
Parlato, Gretchen, Loueke, Lionel - If I knew (feat. Burniss Travis and Mark Guiliana).
Riedel, Georg, Johansson, Jan - Polska från Medelpad.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Síðari þáttur um Afríkufílinn Jumbo, sem sló í gegn í dýragarðinum í Lundúnum á ofanverðri nítjándu öld, og var síðar fluttur til Bandaríkjanna í sirkus.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Hljómsveit Tómasar R. Einarssonar flytur sex lög af plötunni Bongó: Ég myndi aldrei, Stelpur, Sundhetjan, Dakíri, Eyja og Man ekki neitt. Arturo Sandoval og hljómsveit leika fimm lög eftir trompetleikarann Clifford Brown: Sandu, Jordu, Blues Walk, Daahoud og Joy Of Spring. Dave Grusin og félagar leika sex lög eftir Duke Ellington og fleiri: Sophisticated Lady, Mood Indigo, Just Squeeze Me, But Don´t Tease Me, East St. Toodle-oo og Cotton Tail. Sonny Clark og félagar leika: Cool Struttin' eftir Sonny Clark og síðan Lover.

Þáttaröðin Brot úr íslenskri menningarsögu er unnin í samstarfi Rásar 1 og námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. (Áður á dagskrá 2008)
Umsjón: Eggert Þór Bernharðsson
Fjallað er um upphaf rokksins á Íslandi um miðjan sjötta áratug 20. aldar. Í þættinum er rætt við Gest Guðmundsson, félagsfræðing um hvernig rokkið barst um landið, hvernig því var tekið, og Jónas Jónasson, útvarpsmann sem var annar tveggja umsjónarmanna óskalagaþáttar ungs fólks 1956 þar sem Elvis Presley var fyrst kynntur í ísl. útvarpi.
Lesari ásamt umsjónarmanni: Hugrún R. Hólmgeirsdóttir.
Í Sagnaslóð er leitað fanga úr fortíðinni. Frásagnir úr sögu þjóðarinnar.
Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson.
Í þættinum er rifjuð upp frásögn af því þegar bjarndýr gekk á land í Drangavík á Ströndum í apríl 1932. Hvernig bjarndýrið var fellt og hvað varð um feldinn af dýrinu.
Umsjón: Jón Ormar Ormsson.
Lesari: Sigríður Kristín Jónsdóttir.
Þátturinn var fyrst á dagskrá 22. febrúar 2008


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan rifjar upp nokkur lög sem Ómar Ragnarsson hljóðritaði á sínum tíma. Einnig hljóma lög með Hljómsveit Ingimars Eydal og söngvurunum Þorvaldi Halldórssyni og Helenu Eyjólfsdóttur, Atlantic kvartettinum, Óðni Valdimarssyni og Sextetti Ólafs Gauks,
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna voru Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Meðal annars var rætt um innflutningstolla Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, áhrif stefnu Bandaríkjastjórnar á stöðu hinsegin fólks, jafnréttismál og fleira.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Jón Þór Helgason

Útvarpsfréttir.

Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Eliza Reid hefur marga hatta og er nú að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu, Diplómati deyr. Hún kom í fimmuna og sagði okkur af fimm atriðum sem hún lærði þegar hún gegndi hlutverki forsetafrúar í átta ár.
Svo kíktum við á það sem gerðist á þessum góða degi, 12. apríl.
Gísli Marteinn Baldursson leiðir hlustendur inn í laugardaginn, tekur stöðuna á fólki og fréttum, spilar góða tónlist og fær til sín vel valda gesti.
Gísli Marteinn spilar skemmtileg lög með morgunkaffinu og fylgist með fréttum og því sem er að gerast. Valgerður Matthíasdóttir arkitekt og sjónvarpskona er gestur á seinni tímanum.
Lagalisti:
EDDA HEIÐRÚN BACHMANN - Önnur Sjónarmið.
NÝDÖNSK & SVANHILDUR JAKOBSDÓTTIR - Á sama tíma að ári.
ÞÚ OG ÉG - Í Reykjavíkurborg.
F.R. DAVID - Words.
GDRN - Hvað er ástin.
EYÞÓR INGI & LAY LOW - Aftur Heim Til Þín.
Una Torfadóttir - Í löngu máli.
Helena Eyjólfsdóttir, Hljómsveit Ingimars Eydal, Þorvaldur Halldórsson - Vor Akureyri.
LJÓSIN Í BÆNUM - Disco Frisco.

Fréttastofa RÚV.
Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Tónlistarkonan Cell7 eða Ragna Kjartansdóttir er gestur Lovísu.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
