Silfrið

Forystuskipti í Vg, nýtt blóð í Miðflokkinn og sögulegar rætur niðurskurðarstefnu

Það hefur gneistað á milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eftir þau síðanefndu þvinguðu dómsmálaráðherra til afstýra brottvísun hins tólf ára Yazans Tamimi. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur boðað harðari stefnu við landamærin. Formannsskipti verða í Vg eftir Guðmundur Ingi Guðbrandsson tillynnti hann myndi ekki bjóða sig fram en styðja Svandísi Svavarsdóttur í staðinn.

Farið var yfir þessi mál og fleiri í vettvangi dagsins með þeim Anton Sveini McKee, sundkappa og nýjum formanni Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, Ólöfu Skaftadóttur, ráðgjafa, og Þórði Snæ Júlíussyni.

Ítalski hagfræðingurinn Clara E. Mattei er höfundur bókarinnar The Capital Order - How Economists Invented Austerity and Paved the Way to Fascism - eða Skipan auðmagnsins - hvernig hagfræðingar fundu upp niðurskurðarstefnu og greiddu götu fasismans. Í henni rekur Mattei sögulegar rætur niðurskurðarstefnu, sem hún segir rammpólitískar og gangi út á hygla fjármagnseigendum á kostnað almennings. Mattei var hér á landi á vegum VR og hélt erindi hjá þeim. Silfrið ræddi við hana við það tilefni.

Frumsýnt

23. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Silfrið

Silfrið

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson til sín gesti til kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Þættir

,