• 00:05:46Ingibjörg Þórðardóttir talar frá Lundúnum
  • 00:21:15Rósa Magnúsdóttir og Stefán Pálsson

Morgunglugginn

Flóttamenn á Ermasundi og baráttan gegn kjarnavopnum

Aldrei hafa fleiri lagt á sig hættulega ferð á troðfullum gúmmíbátum yfir Ermasundið, frá Frakklandi til Englands, en það sem af er þessu ári. 25 þúsund flóttamenn, eða allt helmingi fleiri en fyrir ári, eru taldir hafa farið þessi leið, sem skipulagðir glæpahópar græða fúlgur fjár á skipuleggja og selja og kostað hefur fjölda fólks lífið. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi hefur ekki, frekar en fyrri ríkisstjórn tekist stöðva þennan straum. Ingibjörg Þórðardóttir blaðamaður í Lundúnum var á línunni.

Í dag eru áttatíu ár síðan Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borginna Hiroshima. því tilefni efnir samstarfshópur friðarhreyfinga til málþings í Ráðhúsinu í Reykjavík síðdegis í dag, þar sem flytja erindi meðal annars Stefán Pálsson sagnfræðingur og Rósa Magnúsdóttir prófessor í sagnfræði. Þau voru gestir Morgungluggans í síðari hluta þáttarins og ræddu baráttuna gegn kjarnavopnum fyrr og nú.

Tónlist:

Irish Blood, English Heart - Morrissey

Frumflutt

6. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.

Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.

Þættir

,