Morgunglugginn

Bretland, Palestína, og Guðlaugur Þór um ESB

Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í gær Bretar ætli viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki í september, nema Ísraelar samþykki langvarandi vopnahlé með tveggja ríkja lausn leiðarljósi. Bresk stjórnvöld hafa lengi verið öflugir bakhjarlar Ísraelsríkis en tilkynning Starmers kemur meðal annars í kjölfar þess stjórnvöld í Frakklandi tilkynntu þau ætli viðurkenna Palestínu í haust. Ingibjörg Þórðardóttir, blaðamaður búsett í Lundúnum, fór yfir þessi mál.

Heimsókn Ursulu Von Der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hleypti heldur betur upp íslenskri pólitík fyrir rúmri viku. Ummæli hennar þess efnis aðildarumsókn Íslands væri einungis í dvala en hefði aldrei verið afturkölluð, kom þingmönnum stjórnarandstöðunnar í opna skjöldu. Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi utanríkisráðherra, kvaðst til mynda koma af fjöllum og hefur sagt ESB hafa blekkt Íslendinga. Guðlaugur Þór var gestur Morgungluggans.

Tónlist:

Mad World - Tears for Fears

Frumflutt

30. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.

Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.

Þættir

,