Morgunglugginn

Dauðsföll á hernámsárunum og nýr rektor HÍ

Jón Knútur Ásmundsson fjallaði um það hvernig við minnumst hersetunnar á stríðsárunum, og hlið þeirrar sögu sem sjaldan er rædd: dauðsföll Íslendinga í landi vegna slysa og atvika tengdra setuliðinu. Hann sagði frá rannsóknum Gauta Páls Jónssonar sagnfræðings, sem hefur fundið minnsta kosti nítján tilfelli þar sem Íslendingar létust í slíkum slysum.

Í síðari hluta þáttarins var Silja Bára R. Ómarsdóttir gestur Morgungluggans. Hún tók við starfi rektors Háskóla Íslands í byrjun vikunnar. Hún sagði frá áskorunum háskóla- og fræðasamfélagsins hér heima og á heimsvísu og starfinu sem framundan er.

Tónlist:

Vegir liggja til allra átta - Ellý Vilhjálms

Við spilum endalaust - Sigur rós

Frumflutt

4. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.

Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.

Þættir

,