16:05
Síðdegisútvarpið
Kópavogsmódelið, 3I/Atlas, umspil í Þjóðardeildinni og litakortið fyrir heimilið
Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Við byrjuðum á að taka púlsinn á Arnarhóli en þar var dagskrá nýlokið í upphafi þáttar. Matthías Már Magnússon, okkar maður á staðnum, fór aðeins yfir það sem fyrir augu og eyru bar.

Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, kom til að fara yfir staðreyndir um 3I/Atlas en mikið er rætt um þetta í netheimum, og þá kannski aðallega í Bandaríkjunum, og rætt er að þetta sé geimfar en ekki halastjarna.

Í dag mætir íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna því norður írska í umspilsleik í Þjóðardeildinni. Fyrri leikurinn er úti á eftir í beinni á RÚV2 kl. 18. Síðdegisútvarpið heyrði í Önnu Þorsteinsdóttur, forseta hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna, en þær ætla að horfa saman á leikinn í miðborginni.

Kópavogsmódelið svokallaða í leikskólamálum verður rætt á opnum fundi Sjálfstæðimanna í Kópavogi á morgun þar sem allir eru velkomnir. Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi sjálfstæðimanna í Kópavogi ræddi Kópavogsmódelið.

Og nú styttist til jóla og er þá ekki kominn tími til að skoða litakortið áður en maður fer í breytingar á heimilinu? Maja Ben, litaráðgjafi, gaf góð ráð um litaval.

Á Hvolsvelli í kvöld fara fram sannkallaðir kvennatónleika, allt í tilefni dagsins. Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkona og kórstjóri stendur að þeim og var á línunni.

Og í lok þáttar leit Gísli Marteinn Baldursson við og sagði frá hverjir eru gestir Vikunnar þennan föstudaginn en þar fór fremst Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,