07:03
Morgunútvarpið
24. október - Verkfall, þjóðfáninn og verðtryggingin
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Á Alþingi liggja nú fyrir tvö frumvörp um þjóðfánann okkar sem eiga að auka notkun og sýnileika hans. Ég ræði við Hörð Lárusson, grafískan hönnuð, sem hefur rannsakað notkun og áhrif íslenska fánans um árabil.

Ég held áfram umræðu um húsnæðismarkaðinn og verðtrygginguna í kjölfar óvissu eftir að vaxtamálið svokallaða var leitt til lykta í Hæstarétti. Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus í hagfræði, fer yfir vaxtakjör og vangaveltur um verðtryggð lán.

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, verður á línunni hjá mér en í dag er seinni dagur ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem ályktuðu meðal annars í gær að stjórnvöld þyrftu að grípa inn í kjaradeilu flugumferðarstjóra.

Írar kjósa sér nýjan forseta í dag. Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur sem þekkir vel til á Írlandi, fer yfir stöðu mála á kjördegi.

Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, verða gestir mínir í lok þáttar þegar við förum yfir fréttir vikunnar: bilunina hjá Norðuráli á Grundartanga, sérstaka stöðu á húsnæðismarkaði og kvennaverkfallið.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,