Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Í dag er kvennaverkfall og dagskrá Morgunvaktarinnar tók mið af því. Petrína Sigrún Helgadóttir, formaður kvenfélagsins Sifjar á Patreksfirði, sagði frá því sem til stendur í tilefni dagsins þar; félagið fagnar líka 110 ára afmæli í dag. Petrína tók daginn snemma eins og alla daga, hún eldar hádegismat fyrir hálfan bæinn.
Leikið var brot úr dagskrá morgunþáttar Útvarpsins fyrir 50 árum, Jón Múli Árnason var umsjónarmaður er þrjár konur tóku útsendinguna yfir í tilefni af kvennafrídeginum, þær Vilborg Dagbjartsdóttir skáld, Vilborg Harðardóttir blaðamaður og Vilborg Sigurðardóttir formaður Snótar.
Og sama gerðu þrjár konur í dag - þáttinn tóku yfir Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur, Vilborg Halldórsdóttir leikkona og ljóðskáld og Vilborg Ása Guðjónsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur.
Í spjalli um klassíska tónlist fjallaði Magnús Lyngdal um bandarísku söngkonuna Jessye Norman.
Tónlist:
Svanasöngur á heiði - Guðrún Á. Símonar,
Björt mey og hrein - Hallbjörg Bjarnadóttir.


Veðurstofa Íslands.

Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Það er auðvitað kvennafrídagurinn í dag, fimmtíu árum eftir að hann var haldinn fyrst. Því er Guðrún ekki með í þættinum í dag og föstudagsgestur þáttarins, Guðrún Ágústsdóttir, ekki heldur. Við tókum upp viðtalið við hana í gær, skemmtilegt spjall þar sem hún fór með okkur yfir aðdraganda kvennafrídagsins 1975. Guðrún gat ekki sjálf verið viðstödd því hún hafði flutt með fjölskyldunni til Edinborgar, en það kom henni á óvart að fréttir af kvennafrídeginum voru í öllum helstu fjölmiðlum Bretlandseyja. Við förum svo með Guðrúnu yfir hvernig staðan var þá og hver þróunin hefur verið á þeim fimmtíu árum sem eru liðin síðan og hver staðan er í dag.
Svo kom Sigurlaug Margrét auðvitað ekki í matarspjallið í dag út af kvennafrídeginu, því brugðum við á það ráð að fá Halldór Gylfason leikara til að koma í spjallið og við ætlum að rifja upp uppháhaldsmatinn sem við fengum frá mæðrum okkar í æsku. Sem sagt heiðrum við mæður okkar í tilefni dagsins í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Þú ert stormur / Una Torfa (Una Torfadóttir)
Paris Paloma / Labour (Paris Paloma)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í vikunni kom niðurstaða í síðasta Íslandstengda hrunmálið í heiminum. Þetta er Lindsor-málið svokallaða í Lúxemborg.
Rætt er við Ólaf Hauksson héraðssaksóknara um þetta. Síðasta hrunmálið á Íslandi var klárað árið 2021.
En hvað er með annars konar uppgjör við efnahagshrunið 2008? Steinþór Gunnarsson verðbréfamiðlari var dæmdur fyrir lögbrot í Landsbanka Íslands en fékk mál sitt endurupptekið og var á endanum sýknaður.
Hann hefur krafið íslenska ríkið um bætur og vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka rannsóknirnar á bankahruninu.
Rætt er við Steinþór um þetta.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Það er kvennaverkfall í dag og af því tilefni höfum við fengið til okkar þrjár konur til að ræða stöðuna í jafnréttismálum. Þetta eru Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, Saga Davíðsdóttir frá femínistafélaginu Emblu við Menntaskólann í Hamrahlíð og Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga.
Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn fyrir fimmtíu árum síðan, árið 1975. Þá lögðu konur niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna í atvinnulífinu. Kvennaverkfall er nú haldið í áttunda sinn til að vekja athygli á stöðu kvenna og kvára innan samfélagsins.
Í þættinum var ranglega farið með nafn ræðukonunnar Ásthildar Ólafsdóttur og ræðan ranglega eignuð Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur. Við biðjumst velvirðingar à því.
Umsjón þáttar: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Lagalisti:
Naseri, Hesam, Ghorbani, Alireza - You Know (feat. Milad Mohammadi & Saman Samimi).
Pérez, Danilo, Global Messengers, The - Fronteras (Borders) Suite : Unknown destination.
Super All Star - Ban-con-tim.
Listafólk frá Venezúela - El hijo de la cubanera.
Colombiafrica - Mini kustuto.
Dogo du Togo - Africa.
Yamato Ensemble - Chikubushima.
Jovic, Spasoje - Zov pastira.
Bulgarian Voices Angelite, The - Kazhi kazhi Angio = Tell me Angio.
Karotseri Trava - Listafólk frá Grikklandi
Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 16. apríl 2016: Sagðar verða sögur úr sveitum landsins í þættinum en við fjöllum um bændur á ofanverðri 21. öld. Við hittum Berglindi Häsler bónda á Karlsstöðum í Berufirði og fáum að vita allt um fyrirtækið Havarí og heyrum söguna á bakvið ákvörðun tveggja listaspíra úr 101 Reykjavík að flytja út á land til að yrkja jörðina. Við segjum frá bændum og samfélagsmiðlum en SnapChat verkefnið „Ungur bóndi“ hefur vakið nokkra athygli og nú eru „reyndir bændur“ komnir með sína SnapChat-rás sem ferðast á milli bæja þannig að hver bær fær viku til að segja frá hinu og þessu í búrekstrinum. Við ræðum framtíð landbúnaðar við Jónu Björgu Hlöðversdóttur, bónda á Björgum við Skjálfanda, en hún er jafnframt varaformaður Samtaka ungra bænda sem stofnuð voru 2009. Þá kíkjum við í fjárhúsin á Skorrastað í Norðfjarðarsveit og ræðum við Þórð Júlíusson, bónda, um þróun búskapar á staðnum.
Viðmælendur: Þórður Júlíusson bóndi á Skorrastað, Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi og varaformaður Samtaka ungra bænda, Berglind Häsler bóndi á Karlsstöðum í Berufirði, Ásta Flosadóttir bóndi á Höfða í Grýtubakkahreppi.
Dagskrárgerð: Ágúst Ólafsson, Jón Knútur Ásmundsson og Rögnvaldur Már Helgason
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Hljómplatan Áfram stelpur kom út í lok árs 1975 í kjölfar kvennaverkfallsins 24. október 1975. Á plötunni syngja sjö leik- og söngkonur baráttusöngva, þær Sigrún Björnsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Lögin eru flest erlend, eftir sænska lagahöfundinn Gunnar Edander, en textarnir eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, Kristján Jóhann Jónsson, Böðvar Guðmundsson, Þránd Thoroddsen og Megas. Umslag plötunnar prýðir mynd eftir Sigrúnu Eldjárn.
Hlið A
1. Söngur um kvenmannslausa sögu Íslendinga
2. Framtíðardraumar
3. Síðasta sumarblómið
4. Sagan af Gunnu og Sigga
5. Brói vælir í bólinu - Morgunsöngur litlu heimasætunnar
6. Í eðli þínu ertu bara reglulega kvenleg Signý
7. Ertu nú ánægð
8. Gullöldin okkar var ekki úr gulli
Hlið B
1. Hvers vegna þegjum við þunnu hljóði
2. Þyrnirós
3. Í Víðihlíð
4. Deli að djamma
5. Einstæð móðir í dagsins önn
6. Íslands fátæklingar (1101 árs)
7. Áfram stelpur (Í augsýn er nú frelsi)
Umsjón: Stefán Eiríksson
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Gígju Hólmgeirsdóttur eru þau Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir tónlistarkennari, sellóleikari, tónskáld og skáld, Haraldur Þór Egilsson sagnfræðingur og safnstjóri á Minjasafninu á Akureyri og Sara Bjarnason, sálfræðinemi og verkefnastjóri, nú síðasta á A! Gjörningahátíð.
Fréttir
Fréttir
Tugir þúsunda komu saman um allt land í tilefni af kvennafrídeginum. Konur og kvár lögðu niður störf og hittust á samstöðufundum. Um 50 þúsund mætu á Arnarhól, 50 árum eftir fyrsta kvennafrídaginn sem braut blað í sögu jafnréttisbaráttunnar.
Lögreglan fékk ekki heimild dómstóla til að koma fyrir leynilegum upptökubúnaði í húsi í Reykjavík þar sem grunur var um skipulagða vændisstarfsemi.
Tíu manna sendinefnd íslenskra heilbrigðisyfirvalda ferðast um Norðurlönd með það fyrir augum að laða íslenska lækna aftur heim. Hún heldur kynningar á nýjum kjarasamningi í fjórum borgum í Svíþjóð og Danmörku.
Auka þarf pressu á Rússa að hætta stríðsrekstrinum í Úkraínu, sagði forseti Úkraínu að loknum leiðtogafundi þjóða sem styðja landið. Forseti Rússlands hefði engan áhuga á að semja um frið.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir nokkrum áskorunum; Norðurál þarf að takmarka sína framleiðslu, Play fór á hausinn og PCC á Bakka hefur ekki verið starfrækt í nokkra mánuði. Fjármálaráðherra var í beinni útsendingu.
Það getur verið freistandi fyrir hagsýna Svisslendinga að fara yfir landamærin og næla sér í franskt kjötmeti sem er þar miklu ódýrara. Það getur líka verið dýrkeypt að vera gripinn með góssið, eins og Ævar Örn Jósepsson fjallaði um.
Ágúst Ólafsson ræddi síðan við formann Skotveiðifélags Íslands en rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag. Nýtt fyrirkomulag var tekið upp fyrrahaust en formaðurinn segir unga fólkið hafa lítinn áhuga á því að arka upp á fjöll með byssu á öxl.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög með nokkrum djúprödduðum söngvurum. Tónlistin sem verður fyrir valinu er Ol' Man River með Paul Robeson, Sixteen Tons með Kristni Hallssyni, Höldum heim með Þorvaldi Halldórssyni, Some Velvet Morning með Lee Hazlewood og Nancy Sinatra, This Town með Frank Sinatra, You've Lost That Loving Feeling með Righteous Brothers, Ol' 55 með Tom Waits, Perfect Day með Lou Reed, The Passenger með Iggy Pop og China Girl með David Bowie.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Þættir Ragnheiðar Gyðu Jónsdóttur frá árinu 1995.
Fjallað er um sagnamennsku, þjóðsögur og sannar sögur.
Auk umsjónarmanns koma fram Þórunn Valdimarsdóttir, sem segir frá sænsku sagnaþulaþingi sem hún sótti, Einar Kárason og Matthías Bjarnason.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Það er kvennaverkfall í dag og af því tilefni höfum við fengið til okkar þrjár konur til að ræða stöðuna í jafnréttismálum. Þetta eru Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, Saga Davíðsdóttir frá femínistafélaginu Emblu við Menntaskólann í Hamrahlíð og Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga.
Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn fyrir fimmtíu árum síðan, árið 1975. Þá lögðu konur niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna í atvinnulífinu. Kvennaverkfall er nú haldið í áttunda sinn til að vekja athygli á stöðu kvenna og kvára innan samfélagsins.
Í þættinum var ranglega farið með nafn ræðukonunnar Ásthildar Ólafsdóttur og ræðan ranglega eignuð Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur. Við biðjumst velvirðingar à því.
Umsjón þáttar: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

Eyvindur P. Eiríksson les Bárðar sögu Snæfellsáss í hljóðritun frá 1992.
Bárðar saga er síðasta Íslendingasagan sem flutt verður á Rás 1 að sinni. - Þetta er landvættasaga eða trölla. Aðalhetjan Bárður er sonur Dumbs jötnakonungs í Hafsbotnum, en við hann er Dumbshaf kennt. Bárður flyst til Íslands og gerist hollvættur Snæfellinga, sem hann hefur raunar síðan verið í hugum manna. Seinni hluti sögunnar segir mest frá Gesti syni Bárðar. Þar er einnig sagt af Helgu Bárðardóttur og óvenjulegum örlögum hennar. Hún hrekst á ísjaka til Grænlands og verður þar frilla Miðfjarðar-Skeggja. Heim komin til Íslands verður Helga að skiljast frá honum og flakkar síðan um eirðarlaus. Bárðar sögu prýða ýmsar snjallar vísur. - Hún er fjórir lestrar.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Það er auðvitað kvennafrídagurinn í dag, fimmtíu árum eftir að hann var haldinn fyrst. Því er Guðrún ekki með í þættinum í dag og föstudagsgestur þáttarins, Guðrún Ágústsdóttir, ekki heldur. Við tókum upp viðtalið við hana í gær, skemmtilegt spjall þar sem hún fór með okkur yfir aðdraganda kvennafrídagsins 1975. Guðrún gat ekki sjálf verið viðstödd því hún hafði flutt með fjölskyldunni til Edinborgar, en það kom henni á óvart að fréttir af kvennafrídeginum voru í öllum helstu fjölmiðlum Bretlandseyja. Við förum svo með Guðrúnu yfir hvernig staðan var þá og hver þróunin hefur verið á þeim fimmtíu árum sem eru liðin síðan og hver staðan er í dag.
Svo kom Sigurlaug Margrét auðvitað ekki í matarspjallið í dag út af kvennafrídeginu, því brugðum við á það ráð að fá Halldór Gylfason leikara til að koma í spjallið og við ætlum að rifja upp uppháhaldsmatinn sem við fengum frá mæðrum okkar í æsku. Sem sagt heiðrum við mæður okkar í tilefni dagsins í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Þú ert stormur / Una Torfa (Una Torfadóttir)
Paris Paloma / Labour (Paris Paloma)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Gígju Hólmgeirsdóttur eru þau Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir tónlistarkennari, sellóleikari, tónskáld og skáld, Haraldur Þór Egilsson sagnfræðingur og safnstjóri á Minjasafninu á Akureyri og Sara Bjarnason, sálfræðinemi og verkefnastjóri, nú síðasta á A! Gjörningahátíð.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Á Alþingi liggja nú fyrir tvö frumvörp um þjóðfánann okkar sem eiga að auka notkun og sýnileika hans. Ég ræði við Hörð Lárusson, grafískan hönnuð, sem hefur rannsakað notkun og áhrif íslenska fánans um árabil.
Ég held áfram umræðu um húsnæðismarkaðinn og verðtrygginguna í kjölfar óvissu eftir að vaxtamálið svokallaða var leitt til lykta í Hæstarétti. Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus í hagfræði, fer yfir vaxtakjör og vangaveltur um verðtryggð lán.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, verður á línunni hjá mér en í dag er seinni dagur ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem ályktuðu meðal annars í gær að stjórnvöld þyrftu að grípa inn í kjaradeilu flugumferðarstjóra.
Írar kjósa sér nýjan forseta í dag. Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur sem þekkir vel til á Írlandi, fer yfir stöðu mála á kjördegi.
Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, verða gestir mínir í lok þáttar þegar við förum yfir fréttir vikunnar: bilunina hjá Norðuráli á Grundartanga, sérstaka stöðu á húsnæðismarkaði og kvennaverkfallið.

Létt spjall og lögin við vinnuna.
Á Kvennafrídegi eru bara spiluð valdeflandi lög sem flutt eru af konum í Morgunverkunum.
Lagalisti þáttarins:
GRÝLURNAR - Sísí.
Aguilera, Christina - Fighter.
DOLLY PARTON - 9 to 5.
Taylor Swift - The Man.
SUZANNE VEGA - Luka.
VELVET UNDERGROUND & NICO - femme fatale.
ALANIS MORISSETTE - You oughta know.
BEYONCÉ - Run the World Girls.
Mammaðín - Frekjukast.
Lóla - Fornaldarhugmyndir.
Alicia Keys - Girl on Fire.
ARETHA FRANKLIN - Respect.
Clarkson, Kelly - Stronger (what doesn't kill you).
TODMOBILE - Stelpurokk.
En Vogue - Free your mind.
PINK - So What.
Jett, Joan - Bad Reputation (Acoustic).
HOLE - Miss World.
FLORENCE AND THE MACHINE - Dog Days Are Over.
CYNDI LAUPER - Girls Just Want To Have Fun.
Turner, Tina - Proud Mary.
THE CRANBERRIES - Salvation.
EURYTHMICS & ARETHA FRANKLIN - Sisters Are Doin' It For Themselves.
Blondie - Call Me.
4 NON BLONDES - What's up?.
M.I.A. - Bad Girls.
BJÖRK - Army Of Me.
Katy Perry - Roar.
DIDDÚ - Stella í orlofi.
Lizzo - About Damn Time.
CHAKA KHAN - I'm every woman.
TLC - No scrubs.
DÚKKULÍSUR - Pamela Í Dallas.
HEART - Barracuda.
KATE BUSH - Running Up That Hill.
THE PRETENDERS - Brass In Pocket.
PAT BENATAR - Hit me with your best shot.
LESLEY GORE - You Don't Own Me.
Cell 7 - Stay right here.
MAMMÚT - Blóðberg.
KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI - Bæ Bæ.
L7 - Pretend we're dead.

Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Siggi Gunnars hafði umsjón með þætti dagsins sem helgaður var kvennaverkfallinu. Í tilefni dagsins spilaði hann „þrjú í röð“ - þrjú lög í röð með sama tónlistarmanninum eða hljómsveit og áttu konur sviðið. Þá var fylgst með beinni útsendingu frá samstöðufundi á Arnarhóli.
Spiluð lög:
GRÝLURNAR - Valur og jarðaberjamaukið hans
GRÝLURNAR - Ekkert mál
RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR - Hvað um mig og þig?
PHOEBE BRIDGERS - Motion Sickness (radio mix)
ARLO PARKS & PHOEBE BRIDGERS - Pegasus
PHOEBE BRIDGERS - So Much Wine
UNA TORFA - Appelsínugult myrkur
UNA TORFA - Fyrrverandi
UNA TORFA - En
ROBYN - Dancing on My Own
ROBYN - With Every Heartbeat (edit)
ROBYN & RÖYKSOPP - The Girl and the Robot
SINEAD O’CONNOR - Mandinka
SINEAD O’CONNOR - Nothing Compares 2 U
SINEAD O’CONNOR - All Apologies
MAMMAÐÍN - Frekjukast
SALKA SÓL - Sólin og ég
AMABADAMA - Ein í nótt
AMABADAMA - HossaHossa
BLONDIE - One Way or Another
BLONDIE - Maria
BLONDIE - Atomic
LAUFEY - Mr. Eclectic
LAUFEY - Falling Behind
LAUFEY - Just Like Chet
DUSTY SPRINGFIELD - Spooky
DUSTY SPRINGFIELD - Son of a Preacher Man
DUSTY SPRINGFIELD - You Don’t Have to Say You Love Me
RAYE - Where Is My Husband!
STEVIE NICKS - Edge of Seventeen
FLEETWOOD MAC - Rhiannon (Will You Ever Win)
FLEETWOOD MAC - Dreams
GDRN - Af og til
GDRN & SIGRÍÐUR THORLACIUS - Augnablik
GDRN - Parísarhjól
Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við byrjuðum á að taka púlsinn á Arnarhóli en þar var dagskrá nýlokið í upphafi þáttar. Matthías Már Magnússon, okkar maður á staðnum, fór aðeins yfir það sem fyrir augu og eyru bar.
Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, kom til að fara yfir staðreyndir um 3I/Atlas en mikið er rætt um þetta í netheimum, og þá kannski aðallega í Bandaríkjunum, og rætt er að þetta sé geimfar en ekki halastjarna.
Í dag mætir íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna því norður írska í umspilsleik í Þjóðardeildinni. Fyrri leikurinn er úti á eftir í beinni á RÚV2 kl. 18. Síðdegisútvarpið heyrði í Önnu Þorsteinsdóttur, forseta hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna, en þær ætla að horfa saman á leikinn í miðborginni.
Kópavogsmódelið svokallaða í leikskólamálum verður rætt á opnum fundi Sjálfstæðimanna í Kópavogi á morgun þar sem allir eru velkomnir. Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi sjálfstæðimanna í Kópavogi ræddi Kópavogsmódelið.
Og nú styttist til jóla og er þá ekki kominn tími til að skoða litakortið áður en maður fer í breytingar á heimilinu? Maja Ben, litaráðgjafi, gaf góð ráð um litaval.
Á Hvolsvelli í kvöld fara fram sannkallaðir kvennatónleika, allt í tilefni dagsins. Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkona og kórstjóri stendur að þeim og var á línunni.
Og í lok þáttar leit Gísli Marteinn Baldursson við og sagði frá hverjir eru gestir Vikunnar þennan föstudaginn en þar fór fremst Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.
Fréttir
Fréttir
Tugir þúsunda komu saman um allt land í tilefni af kvennafrídeginum. Konur og kvár lögðu niður störf og hittust á samstöðufundum. Um 50 þúsund mætu á Arnarhól, 50 árum eftir fyrsta kvennafrídaginn sem braut blað í sögu jafnréttisbaráttunnar.
Lögreglan fékk ekki heimild dómstóla til að koma fyrir leynilegum upptökubúnaði í húsi í Reykjavík þar sem grunur var um skipulagða vændisstarfsemi.
Tíu manna sendinefnd íslenskra heilbrigðisyfirvalda ferðast um Norðurlönd með það fyrir augum að laða íslenska lækna aftur heim. Hún heldur kynningar á nýjum kjarasamningi í fjórum borgum í Svíþjóð og Danmörku.
Auka þarf pressu á Rússa að hætta stríðsrekstrinum í Úkraínu, sagði forseti Úkraínu að loknum leiðtogafundi þjóða sem styðja landið. Forseti Rússlands hefði engan áhuga á að semja um frið.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir nokkrum áskorunum; Norðurál þarf að takmarka sína framleiðslu, Play fór á hausinn og PCC á Bakka hefur ekki verið starfrækt í nokkra mánuði. Fjármálaráðherra var í beinni útsendingu.
Það getur verið freistandi fyrir hagsýna Svisslendinga að fara yfir landamærin og næla sér í franskt kjötmeti sem er þar miklu ódýrara. Það getur líka verið dýrkeypt að vera gripinn með góssið, eins og Ævar Örn Jósepsson fjallaði um.
Ágúst Ólafsson ræddi síðan við formann Skotveiðifélags Íslands en rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag. Nýtt fyrirkomulag var tekið upp fyrrahaust en formaðurinn segir unga fólkið hafa lítinn áhuga á því að arka upp á fjöll með byssu á öxl.

Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.


Blönduð tónlist frá því í kringum aldamótin.